Lífeyrissjóður í Magma-braski tapar mestu á N1

Samkvæmt fréttum RÚV tapar lífeyrissjóðurinn Stafir hvað mestu á afskriftum bensínkeðjunnar N1 sem stóð frammi fyrir gjaldþroti. Stafir eru leiðandi í lífeyrissjóðabraskinu í kringum kaup á Magma-HS Orku.

Eftirfarandi er úr færslu frá 19. apríl í vor

Lífeyrissjóðurinn Stafir er í forsvari fyrir braskarahópinn en sjóðurinn er með fortíð í gömlu framsóknarklíkuna sem Árni Magnússon í Íslandsbanka tilheyrir. Árni og Íslandsbanki eru bakhjarlar Magma-fléttunnar.

Stafir braska og stórtapa fjármunum launþega. Er ekki kominn tími til að grípa í taumana?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er eðlileg krafa að fólk fái að velja sjálft hver passar peningana þess.  Lífeyrisréttindi á að verahægt að færa á milli sjóða án nokkurra málalenginga.

Þú átt ekki að vera læst/ur með fé inni í kerfi þar sem fólk sem ekki er hægt að treysta ræður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 13.8.2011 kl. 20:08

2 Smámynd: Kolbeinn Pálsson

Ekkert nýtt hérna, nema kannske þjóðnýting í Che stýl!

Magma Kúlulánið er hinsvegar málið, og ekki litla áhættan:

Ef ég sel einhverjum eitthvað, td bara einfalt reiðhjól, og kaupandinn segist ætla að borga hjólið eftir 7ár!

Fyrsta spurning: treysti ég kaupandanum fullkomlega til að koma eftir sjö ár með peninginn? Önnur spurning, ef það væri í mínum huga minnsti vafi á að ég fengi greiðsluna eftir sjö ár, væri ég ekki betur staddur með að hjóla í vinnuna í stað þess að þurfa að borga í strætó fyrir ærið fé eftir söluna?

Hvað ef ég borga í sjö ár í strætó og fæ svo ekki eina krónu með gati eftir sjö ár frá Magma fyrir reiðhjólið mitt?

Kolbeinn Pálsson, 13.8.2011 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband