Ólöf, Andrés og Brusselvald yfir fjárlögum

Ólöf Norðdal varaformaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði í Morgunblaðið fyrir fáum dögum að fjárlög aðildarríkja Evrópusambandsins þyrftu samþykki í Brussel í framtíðinni. Andrés Pétursson formaður Evrópusamtakanna mótmælir orðum Ólafar harðlega í Moggagrein í dag.

Ólöf hefur rétt fyrir sér en Andrés kolrangt. Stöðugleika- og vaxtasáttmálinn sem Evrópusambandið samþykkti þegar fyrsta björgun Grikklands stóð fyrir dyrum kveður á um að árlega skuli aðildarþjóðir leggja fyrir Evrópusambandið skýrslu sem sýnir ábyrga fjármálastórnun. Evrópusambandið áskilur sér rétt að hafa áhrif á fjármálastöðugleika einstakra ríkja á grundvelli fyrirliggjandi gagna - sem eðli málsins samkvæmt eru fjárlög aðildarríkja. Á heimasíðu Evrópusambandsins segir þetta um skyldur aðildarþjóða

Member States must submit annual stability or convergence programmes, showing how they intend to achieve or safeguard sound fiscal positions in the medium term taking into account the impending budgetary impact of population aging.

Andrés er eins og aðrir aðildarsinnar á Íslandi í afneitun um þær grundvallarbreytingar sem eru að verða á Evrópusambandinu vegna yfirstandandi kreppu.

Viðbót kl. 9:45:

Í minnisblaði vegna fundar í Eurogroup fyrr í sumar segir eftirfarandi um samhæfingu fjárlaga aðildarríkja

On 27 June the European Commission adopted 27 sets of country-specific recommendations – plus one for the euro area as a whole – to help Member States gear up their economic and social policies to deliver on growth, jobs and public finances. (IP/11/685) These sets of recommendations are part of the European Semester, whereby – for the first time this year – Member States and the Commission have been coordinating their economic and budgetary policies.

After priorities were agreed at EU level in March on the basis of the Commission's Annual Growth Survey, Member States presented their national reform programmes and their Stability or Convergence Programmes, which the Commission assessed through these tailored and targeted recommendations. The recommendations were endorsed by the European Council on 23-24 June. They are designed to be implemented by Member States within a 12-18 months timeframe. They call for the front-loading of measures that will drive forward progress towards the goals contained in the EU's long-term economic strategy, Europe 2020, with its ambitious EU-wide and national targets EU-wide to be achieved by the end of this decade in the areas of jobs, innovation, education, energy and social inclusion.

The Commission will continue regular assessment of budgetary developments and hopes to see the country specific recommendations already reflected in the autumn fiscal data.

Sjá minnisblaðið

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Íslendingar verða sjálfir að stjórna Íslandi, hvort sem farið er í ESB eða ekki.

Vandi Íslands er heimatilbúinn, og verður að leysa hér heima. Þegar Ísland er búið að vinna heimavinnuna, getur það sótt um aðild að ESB með eðlilegum hætti, af raunsæi og heilindum. Allt sem gert er af óheilindum, eða einungis með eiginhagsmuna-sjónarmið að leiðarljósi, er ekki traustur grunnur að byggja framtíðina á. 

ESB var ekki stofnað til að taka við, og greiða úr heimtilbúnum flækjum sérstakra ríkja, þegar þau eru sjálf búin að klúðra fjármálastjórninni. ESB var stofnað til að standa saman að velferð allra ríkja jafnt, af heiðarleika, eða það hefur almenningi þjóðanna verið talin trú um, sem gengið hafa í ESB.

Það er skammarlegt að fara í ESB á þeim grunni sem Ísland stendur á núna, því það lítur út fyrir að þegar allt er komið í óefni hjá okkur, þá ætlist Ísland til að ESB-ríkin komi og reddi því út úr sínu heimatilbúna fjármálaklúðri!

Hvers vegna ættu önnur ESB-ríki að bjarga Íslandi út úr sinni heimatilbúnu óstjórn? Hvað réttlætir þannig fórnir fátækra ESB-ríkja, til að bjarga Íslandi?

Þetta er óheiðarleg aðildarumsókn af Íslands hálfu, á svona erfiðum tímum, bæði hjá Íslandi og ESB-ríkjunum. Síðustu árin hafa sýnt það og sannað að grunnur óbreytts ESB er brostinn, því miður, og enginn veit hvernig nýr grunnur verður.

Blekkjum ekki okkur sjálf og ESB með því að halda þessu ferli áfram núna í blindni, í þessu sjúka svika-ástandi peningastjórnar víðsvegar um heiminn. Það eru bókstaflega allir endar lausir og ófrágengnir, og útilokað að gera raunhæfa og vitræna samninga á svo ótryggum tímum.

Bendi á nýjasta pistil Jóhannesar Björns: vald.org.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 9.8.2011 kl. 12:54

2 Smámynd: Elle_

Nei, EU-sinnar eru víst staurblindir á guðinn sinn, allt algott og ekkert vont í blessaða englaríkinu þeirra.  Og það stóð aldrei til að EU færi neitt að bjarga okkur, Anna Sigríður, heldur öllu heldur misnota landið okkar og sjávarsvæði. 

Íslensk stjórnvöld mundu ekki stjórna Íslandi tækist Evruliðinu að troða okkur þangað inn og sem þeim mun auðvitað gjörsamlega mistakast.  Heldur yrði okkur miðstýrt úr Brussel og yfirstjórnin væri þar, yfir okkur og við yrðum ekki lengur fullvalda ríki.  Sama hvað Andrés og hinir staurblindu EU-sinnarnir segja. 
 

Elle_, 9.8.2011 kl. 17:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband