ESB-umsóknin lamar ríkisstjórnina

Aðildarumsókn um Evrópusambandið var samþykkt naumlega á alþingi 16. júlí 2009. Síðan þá hefur ríkisstjórn Íslands undirbúið aðild landsins að Evrópusambandinu. Önnur verkefni stjórnarinnar hafa setið á hakanum. Jóhönnustjórnin býður ekki upp á aðra framtíðarsýn en ESB-aðild með evruna sem lögeyri í landinu.

Innganga í Evruland, þ.e. inn i Evrópusambandið og í samstarf við þau 17 ríki ESB sem eru með evru sem lögeyri, er ómöguleg vegna þess að innan tíðar verður Evruland ekki til.

Bruce Anderson hjá Telegraph útskýrir hvers vegna. Hann segir Evruland standa frammi fyrir tveim kostum. Annar vegar að leggja niður evruna og viðurkenna þar með mistökin eða að verða eitt fullvalda ríki þar þau 17 þjóðríki sem heita í dag Þýskaland, Frakkland, Austurríki, Spánn, Ítalía og svo framvegis verða héruð í Evrulandi.

This would require fundamental changes and a dramatic abrogation of sovereignty by the 17 euro states. In future, there would have to be a eurozone chancellor of the exchequer, who would take all the important decisions on taxation, borrowing and public spending, while the European central bank controlled interest rates and regulated the banks. It would be difficult to centralise control of fiscal and monetary policy without imposing standardised labour market practices. The eurozone would have become a sovereign state; the 17, mere provinces.

Once it is put in those terms, the absurdity becomes apparent. Not only is there no democratic mandate for such a change. There is no means of creating one.

Lýðveldið Ísland er sem sagt með liggjandi umsókn í Evruland sem er að liðast í sundur. Ríkisstjórnin eyði bæði peningum og mannafla í fullkomið tilgangsleysi á meðan brýn verkefni í fjármálum ríkisins reka á reiðanum.

 


mbl.is Mistök í efnahagsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosturinn er auðvitað að erfitt er að vera viss um hvaða arfavitleysu ríkisstjórnin tæki upp á væri hún ekki bissí í umsókn að rústabjörgun ESB.

Þessi forgangsröðun sýnir auðvitað bara vel hversu sorglega vitlaust og í það minsta ógæfulegur ríkisstjórnarhópurinn er.

Því miður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 8.8.2011 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband