Lenín, evran og alþjóðlegt viðundur íslenskt

,,Lenín sagði einu sinni 'áratugir geta liðið án þess að nokkuð gerist en á nokkrum vikum gerast áratugir.' Við óttumst að það sem er að gerast í Evrópu falli í seinni flokkinn," segir í skýrslu frá GaveKal Dragonomics sem Reuters vítnar í.

Þegar fjármálaheimurinn tekur til við að vita í Lenín er skriftin komin á vegginn. Allir læsir sjá að dagar evrunnar eins við þekkjum hana eru taldir.

En ekki Árni Páll Árnason sem gerir sig að alþjóðlegu viðundri með því að segjast ætla sækja stöðugleika til evrunnar fyrir íslenskt efnahagslíf.

 


mbl.is Segir evru veita stöðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

En þessu er öfugt farið með Ísland. Þar er vandinn helv. krónunni að kenna.

Árni Gunnarsson, 5.8.2011 kl. 16:36

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Árni, vandinn hér er EKKI helv...... krónunni að kenna heldur arfavitlausri efnahagsstjórnun.  Þessu tvennu MÁ EKKI rugla saman.  En vegna þess að við höfðum krónuna þegar "hrunið" brast á varð skellurinn ekki eins mikill og annars hefði orðið ÞRÁTT FYRIR RÍKISSTJÓRNINA.................

Jóhann Elíasson, 5.8.2011 kl. 16:54

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Góður Árni. Ég skil sneiðina til Samfylkingarinnar.

Eggert Guðmundsson, 5.8.2011 kl. 16:56

4 identicon

jæja er ekki komið nóg af vitleysunni, nóg var af henni fyrir, við lítum út eins og ofurkjánar á alþjóðasviðinu, að mæra gjaldmiðil sem er að syngja sitt síðasta ... og tengja hana við stöðugleika! ætlar ekkert að birta til hjá þessari þjóð?

jónsi (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 18:44

5 identicon

Já ég veeeit.

Það er ekki hægt að búast við því að Árna Páli batni vitleysan.  Greyið.  Hann er auðvitað í Samfylkingunni...

Viðundur.  Gott orð!

jonasgeir (IP-tala skráð) 5.8.2011 kl. 20:00

6 Smámynd: Gunnlaugur I.

ESB Trúboðinn íslenski Árni Páll Árnason er orðið alþjóðlegt viðundur og aðhlátursefni Evrópskra fjölmiðla og lesenda þeirra !

Gunnlaugur I., 5.8.2011 kl. 22:05

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Vítahringur fjórfrelsisins gengur snöggt og örugglega frá Evrunni. Nú er svo komið að allt fjármagn í hinum hrjáðu jaðarlöndum er á flótta eða flúið til Þýskalands og liggur í bunkum inni í Bundesbank, engum til gagns. Allt menntað fagfólk er á sama máta að flýja eða flúið frá þessum löndum.  Suður Evrópa og Írland eru á fótskriðu fjandans til, eða allavega niður á steinaldarstigð með asnakerruhagkerfi A'la jaðarlönd sovétríkjanna.

Húrra fyrir fjórfrelsinu! 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2011 kl. 01:23

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

nú verða til 6 Albaníur í einni svipan. Eða 6 Túrkmenistan. Jafnvel fleiri ef blásýrupilla Evrunnar hættir ekki að virka.

Að hugsa sér að hægt sé að skapa jafn mikla eymd, sorg og bjargarleysi án þess að hleypa af einu skoti. (eða eigum við að segja: spengja kjarnorkusprengju? )

Árni Páll er náttúrlega fyrir löngu búinn að steikja í sér heilann í ljósalampanum. Manninn er ekki á vetur setjandi. Rétt væri að hafa hann í hæl á klambratúninu eins og Ingjaldsfíflið, svo hann fari sér og öðrum ekki að voða.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2011 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband