Skattar, auðmenn og endurreisn

Skattar á Íslandi eru sambærilegir við nágrannalönd okkar. Í alþjóðlegri samanburðartöflu er Ísland nr. 76 í röðinn af 86 þjóðum hvað áhrærir tekjuskatt einstaklinga. Norðurlönd eru með hærri skatta og Bretland sömuleiðis.

Við lærðum það í útrásinni að auðmenn skapa ekki verðmæti. þeir eru efnahagslegir tortímendur sem þarf að halda í skefjum. Hátekjuskattar eru leið til þess.

Endurreisn lands og þjóðar eftir hrun verður ekki á auðmannaforsendum um lága tekjuskatta og skattaparadís fyrir eignarhaldsfélög þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú einföldun mála.

Auðmenn greiða ekki tekjuskatta.

Það er launafólk sem greiðir slíka skatta.

Mikið var af starfsemi í landinu sem lagðist af með stjórnarskiptum og breytingu skattkerfis.

Svíþjóð eitt af afar fáum löndum nútímans þar sem efnahagur hefur gengið vel upp á síðkastið.

Það er vegna þess að þeir hafa losnað mikið við hátekjuskattakerfi krata.

jonasgeir (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 12:19

2 identicon

Páll les töfluna skakkt. Í henni eru 86 lönd. Hæsta skattprósentan fær númerið 86 og sú lægsta 1. Alhæfingar hans um auðmenn eru ósannfærandi, þótt vissulega séu ljót og mörg dæmin um menn, sem spila sig stórt og borga ekki endilega hátekjuskatt eða aðra skatta.

Sigurður (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 12:42

3 identicon

Einmitt.

Þetta er rugl í þessum annars ágæta síðuhaldara.

Almenningur borgar skatta en auðmenn ekki.

Að auki er samanburður við skatta erlendis, sérstaklega á Norðurlöndum fráleitur.

Þar borga menn svipaða skattprósentu en af miklu, miklu hærri launum.

Það situr mikið eftir.

Hér hreinsa Steingrímur og snillingarnir hans alla vasa þannig að ekkert er eftir.

Sbvo fær maður miklu meira fyrir skattana sína á Norðurlöndum er hér. Þar má nefna menntun og heilbirgðisþjónustu og mun betri þjónustu sveitarfélaga.

Ég þekki það því ég hef búið á Norðurlöndum og greitt þar skatta.

Þessi samanburður stenst engan veginn.

Karl (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 13:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband