Beaty og íslenskir auðmenn taka snúning á lífeyrissjóðum

Peningar íslensks launafólks eru notaðir í svikamyllu þar sem Íslandsbanki, íslenskir auðmenn og kanadíski raðfjárfestirinn Ross Beaty versla með HS-Orku. Árni Sigfússon og gjaldþrota Reykjanesbær seldu eigur almennings til Hannesar Smárasonar og Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og þá fór spillingarhringekjan af stað.

Íslandsbanki og deild sem Árni Magnússon fyrrum framsóknarráðherra stýrir vélar með kennitöluflakk ýmissa eignarhaldsfélaga HS-Orku. Þegar orðspor Hannesar og Jóns Ásgeirs er orðið slíkt að ekki tjóar að nöfn þeirra komið við sögu er fenginn Ross Beaty.

Lífeyrissjóðirnir sem settur peninga í Magma taka þátt í svikamyllu sem hefur það eina hlutverk að févæða í þágu auðmanna orkuauðlindir landsins. Og það er ekki gert í þágu félagsmanna lífeyrissjóðanna heldur auðmanna.


mbl.is Segir peninga lífeyrissjóða renna í vasa Ross Beaty
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Þetta er nú meira ruglið! Og ekki vantar stóryrðin. Hins vegar vantar alveg hjá þér innistæðu fyrir stóryrðunum.

Það kemur skýrt fram í máli bæjarstjórans í Garði í Mogga dagsins að um var að ræða lán sem Beaty veitti félaginu og að fram kom á fundi í Garðinum í vor að það lán yrði endurgreitt. Hvað er óeðlilegt við að lán sé endurgreitt?

Það kemur líka fram í Mogga dagsins að lán Reykjanesbæjar er á gjalddaga 2016, óþarfi hjá bæjarstjóranum í Garði eða bæjarfulltrúa  Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ að hneykslast á að það hafi ekki verið endurgreitt þremur árum fyrir gjalddaga.

Skýrt kom fram í vor þegar lífeyrissjóðirnir keyptu fjórðungshlut í HS Orku að kaupverðið tók mið af því að Magma hafði keypt áður að hluta fyrir aflandskrónur og þannig fengu lífeyrissjóðirnir hlutdeild í þeim hagnaði.

Og - endilega Pál - ekki láta eins og lesendur þínir séu allir svo miklir kjánar að halda að ekki komi eign á móti þegar eitthvað er keypt. Lífeyrissjóðirnir "settu" ekki peninga í Magma, þeir keyptu eign, fjórðungshlut í HS Orku. Þú getur fræðst nánar um það hér: http://www.live.is/sjodurinn/frettir/nr/833

Þórhallur Birgir Jósepsson, 3.8.2011 kl. 09:13

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Þórhallur Birgir, aðeins blindur maður kemur ekki auga á svikamylluna í kringum HS-Orku. Lífeyrissjóðirnir ,,settu" peninga í svikamylluna er rétt orðalag vegna þess að þeir stjórna ekki hvert peningarnir fara - ekki frekar en í útrásarfyrirtækjunum sem þeir keyptu í á sínum tíma. Hálaunamenn lífeyrissjóðanna passa hins vegar fjarska vel upp á eigin fríðindi eins og dæmin sanna.

Páll Vilhjálmsson, 3.8.2011 kl. 09:36

3 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Hvenær stjórnar þú, Páll, hvert peningarnir fara þegar þú kaupir eitthvað? Ef ég sel þér bíl, átt þú þá að stjíorna því hvað ég geri við andvirði bílsins, peningana? Ertu ekki alveg í lagi?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 3.8.2011 kl. 09:41

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Við erum að tala um kaup á hlut í fyrirtæki, Þórhallur Birgir. Ef þú átt fyrirtæki sem ég kaupi minnihluta í þá stjórnar þú áfram fyrirtækinu þar sem ég er í minnihluta. Lífeyrissjóðirnir keyptu minnihluta í fyrirtæki sem Ross Beaty stjórnar.

Páll Vilhjálmsson, 3.8.2011 kl. 09:49

5 Smámynd: Björn Finnbogason

Má kannski minna fólk á að sveitarfélögin á suðurnesjum eru fimm talsins, Garður, Grindavík, Vogar, Sandgerði, og Reykjanesbær.  Öll sveitarfélögin nema Reykjanesbær seldu hluti sína um leið og fært var, auk Hafnarfjarðar og Vestmannaeyja.  Þá var algjör skandall að ríkið skyldi selja sinn hlut sem það borgaði n.b. aldrei krónu fyrir, og hefði átt að gefa SSS hreinlega á sínum tíma þurfti að losa ríkið við hann.

Björn Finnbogason, 3.8.2011 kl. 11:02

6 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Ég sendi ESA kvörtun vegna þess máls og starfsmenn þar sjá ekkert rangt við þetta.  Ég er auðvitað ósammála og mun halda þessu máli áfram.

Lúðvík Júlíusson, 3.8.2011 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband