Starfsstjórn og ESB-umsókn dregin tilbaka

Haustið lítur þannig út fyrir ríkisstjórnina að hún er rúin fylgi meðal þjóðarinnar; í málefnalegu Dauðahafi og Þráinn Bertelsson til að verja sig falli. Að óbreyttu mun stjórnin falla fyrir áramót.

Til bjargar gæti þó orðið sú staðreynd að Sjálfstæðisflokknum er ekki í mun að halda kosningar og hitt að fylgisbati Framsóknarflokksins stendur á sér. Við þessar kringumstæður getur ríkisstjórnin keypt sér tíma.

Tilboðið til stjórnarandstöðuflokkanna gæti verið eftirfarandi: ríkisstjórnin situr fram á vorið 2012 og rækir skyldur starfsstjórnar. Í pakkanum gæti verið eitthvað skattasmotterí og þess áttar.

Til að sýna nýja stefnu samvinnu og samhygðar í íslenskum stjórnmálum verður að uppfylla eitt frumskilyrði: draga samfylkingarumsóknina um aðild Íslands að Evrópusambandinu tilbaka.

Báðir stjórnarflokkarnir græða á þessari niðurstöðu. Samfylkingin getur endurlífgað Evrópuumræðuna vorið 2012 og Vinstrihreyfingin grænt framboð fær horft framan í kjósendur sína.

(Ofanritað er ókeypis ráðlegging frá stjórnarandstæðingi).


mbl.is Rúmlega þriðjungur styður stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt hvað þessi ömurlegasta ríkisstjórn allra tíma hefuir mikið fylgi, eða 35%, sem að öllu eðlilegu ætti að vera undir 20% miðað við störf hennar. Og ekki getur nú Sjálfstæðisflokkurinn hreykt sér hátt með "aðeins" 37% fylgi, sem að öllu eðlilegu, ætti að vera a.m.k 60% og vitandi það, að hann nær aldrei skoðanafylgi í kosningum. Auðvitað er skýringin sú, að flokksforystan gekk gegn landsfundarsamþykkt og meirihluta sjálfstæðismann í Icesave málinu þar sem hún studdi ríkisstjórnina, Ja svei'ðí bara. Og fyrir þetta þarf flokkurinn og að sjálfsögðu þjóðin að líða. Það þarf greinilega að gera eitthvað róttækt. Ég sé ekki á stundinni fyrir mér einhvern sjálkjörinn formann. nema þá að Davíð komi aftur og hræri almennilega í þessu. Best væri auðvitað að Bjarni og þeir aðrir sem studdu Icesave bæðust afsökunar og lofuðu að gera svona lagað aldrei aftur!!

Aðalbjörn Þ Kjartansson (IP-tala skráð) 3.8.2011 kl. 01:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband