Svartfjallaland á færeysku

Fyrsta kortabók sem færeysk börn fengu á sínu móðurmáli er bráðum 20 ára gömul. Endurnýjun bókarinnar tafðist meðal annars vegna þess að kortagerð fyrir Færeyjar er samkvæmt samningum við Dani enn í höndum Kaupmannahafnarvaldsins. Og Danir hafa ekki gert stafræna útgáfu af kortum af Færeyjum sem gerir útgáfu dýrari en hún þyrfti að vera.

Til að börnin læri landafræði á móðurmáli sínu hefur færeyska skólabókaútgáfan NÁM gert samning við Harper Collins útgáfuna um aðgang að stafrænum kortagrunni. Þá er að ákveða hvað löndin stór og smá eigi að heita. Líkt og á Íslandi er sjálfstæðisbarátta Færeyinga háð með orðum og um orð.

Svartfjallaland mun heita Montenegro í færeysku kortabókinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Svartfjallaland, áður hérað í Júgóslavíu:

  • Á svartfellsku: Црна Гора (með rómversku letri: Crna Gora)
  • Á feneysku: Montenegro (notað alþjóðlega)
  • Á ensku: Black Mountain (bókstafleg þýðing)
  • Á íslensku: Svartfjallaland
  • Á færeysku: Montenegro (en ætti að vera Svartafjallsland)

Hvers vegna þarf að samræma færeyska heitið á þessu landi við ítalska héraðsmállýsku, frekar en móðurmál innfæddra, eða Færeyinga sjálfra?

Er það samkvæmt einhverri evróputilskipun? Spyr sá sem ekki veit.

Guðmundur Ásgeirsson, 26.7.2011 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband