Föstudagur, 15. júlí 2011
Íhaldspólitík er svar við frjálslyndisfjanda hrunsins
Hrunið varð vegna yfirfljótandi frjálslyndis flestum krókum og kimum samfélagsins. Frjálslyndi í efnahagsmálum fól í sér auðmannaþjónkun og eftirlitsleysi með viðskiptaöfgum þar sem froða var gerð að verðmætum. Í útranríkismálum er frjálslyndi sammerkt ævintýramennsku og upphlaupstaktík Samfylkingarinnar.
Íhaldspólitík gefur heilbrigða viðspyrnu við slepjulega frjálslyndinu sem er jafn ábyrgðarlaus og það er flatneskjulegt.
Íhaldssemi byggir á traustum grunni reyndra gilda. Ráðdeild í ríkisfjármálum, hóflegt ríkisvald, fullveldi og lög og regla.
Ástæða er að óska Félagi íhaldsmanna langra lífdaga og farsældar í starfi.
Íhaldsmenn stofna félag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afsakaðu,,,meðan ég ÆLI...
Dexter Morgan, 16.7.2011 kl. 00:05
Sem íhaldssamur fullveldissinni og þjóðhyggjumaður minni bara á flokk minn HÆGRI GRÆNIR! www.afram-island.is
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.7.2011 kl. 00:28
Eyjan er líka með þessa frétt. Taktu eftir hvað þeir velja í fyrirsögn og myndartexta. Ekki að furða hvað umferð um Eyjuna minnkar, hún er orðin svo sorrý samfylkingarvefur.
Ef maður skoðar innihald og fyrirsagnir hér og hér er þetta sama kjánalega fyrirsagnataktíkin. Hvers vegna hrakar Eyjunni svona hratt? Hún hefur hrapað niður á plan sem dygði ekki einu sinni í Morfís (með fullri virðingu fyrir unglingum í ræðukeppni).
Haraldur Hansson, 16.7.2011 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.