Styrmir spyr um meðhlaupara Jóns Ásgeirs

Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins skrifar grein Sunnudagsmogga um Murdoch-hneykslið í Bretlandi. Siðferðisvitund þeirra sem gengu Murdoch á hönd er Styrmi áleitið viðfangsefni. Í lok greinarinnar boðar Styrmir umfjöllun að viku liðinni um íslenska hliðstæðu við Murdoch og siðvillinga sem láta glepjast af auði og völdum.

Íslenska hliðstæðan er Jón Ásgeir Jóhannesson fyrrum Baugsstjóri og handhafi meira en helmings allra fjölmiðla á Íslandi. Baugsmiðlar Jóns Ásgeirs notuðu stolna tölvupósta til að koma höggi á andstæðinga sína og skipulögðu upplognar sakir á stjórnmálamenn sem ekki lutu forræði auðvaldsins.

Jón Ásgeir komst upp með óþokkaskap og yfirgang með hjálp meðhlaupara sem máttu vita um eðli og inntak Baugsveldisins en létu sér það í léttu rúmi liggja.

Meðhlaupararnir finna sér eflaust réttlætingu fyrir því að ganga siðleysinu á hönd. Eitt einkenni meðhlaupara er skortur á siðferðilegri kjölfestu.

Þorsteinn Pálsson og Ólafur Stephensen eru eflaust meðal þeirra sem bíða í ofvæni eftir næsta pistli Styrmis Gunnarssonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt.

Murdoch-málið og Baugsmálið eru sambærileg.

Baugur keypti stjórnmálamenn og stýrði þeim rétt eins og fjölmiðlunum gegn þeim sem Jón Ásgeir hataðist við.

Gegn stjórnmálamönnum og löggunni.

Nú er tímabært að spilling og óheilindi nokkurra þingmanna samfylkingarinnar  verði dregin fram í dagsljósið.

Karl (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 10:44

2 identicon

Það er löngu tími til kominn að hin hlið Baugsmálefnanna fái að koma fram í dagsljósið og tengsl stjórnmálamanna úr Samfylkingunni og Sjálfstæðisflokki og einnig úr þeim flokkum sem kannast ekkert við að hafa komið nálægt þeim óþjóðalýð sem auðrónarnir hafa sýnt að þeir eru.

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 15:32

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Talandi um spillingu Páll ætti Styrmir nú frekar að fjalla um ÞORSTEIN MÁ BALDVINSSON sem er enn að og nýbúinn að fara gegn alþjóð þegar hann var til í að nota LEPPA sína til að eyðileggja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Enginn hefur farið eins fram í stjórnlausri valdagræðgi og Þorsteinn Már.  Ef menn vilja finna spillingu á að leita í skítahrúgunni á Akureyri

Ólafur Örn Jónsson, 16.7.2011 kl. 19:46

4 identicon

Og Baugsmenn fara að sjálfsögðu á límingunni og rjúka í manninn eins og venja er þar á bæ...

http://www.pressan.is/pressupennar/LesaOlafArnarson/misbeiting-fjolmidla

.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.7.2011 kl. 19:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband