ESB vill skjóta boðbera illra tíðinda

Grikkland, Írland og Portúgal eru gjaldþrota evru-riki sem eru útilokuð frá alþjóðlegum fjármálamörkuðum og eru bónbjargarþjóðir sem þiggja ölmusu frá Evrópusambandinu. Fullveldi þessara þjóða í ríkisfjármálum er að mestu leyti komið til Brussel.

Vikuritið Spiegel greinir frá tilraunum Evrópusambandsins að setja á laggirnar nýtt matsfyrirtæki til að leggja pólitískt rétt mat á efnahagskerfin í álfunni. 

Þegar kurlin koma öll til grafar er aðeins ein leið fær til bjargar Evrulandi: stóraukin miðstýring sem fæli í raun í sér stofnun Stór-Evrópu.

Ísland á ekki heima í Stór-Evrópu. Drögum aðildarumsóknina tilbaka.

 


mbl.is Óskiljanleg ákvörðun Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ekki færi ég að kenna þeim í ESB færar leiðir,en ef aðeins ein er fær,þá eygja þeir hana...                 Það er aftur á móti ein fær leið hjá okkur að draga aðildarumsóknina til baka.   Við vitum góðir menn,að ef þeir komast öllu lengra,er út um okkur.  Svo bretta upp ermarnar þjóðhollu þingmenn,við erum mjög mörg sem getum togað í reipið.

Helga Kristjánsdóttir, 13.7.2011 kl. 12:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Meirihluti Íslendinga á ekki heima í Evrópu. Landfræðilega býr yfir 80% þjóðarinnar í Norður-Ameríku. Þessi vísindalega staðreynd breytist ekki þó stjórnmálamenn lifi og hrærist í veruleikafirringu.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.7.2011 kl. 15:44

3 identicon

Það er eina leiðin til að bjarga evruni að sameina Evrópu í eitt stórríki og það er eimitt það sem esb elítuna dreimir um og ætlar sér að gera. Getum ekki látið þettað lið sem búið er að múta hér og bjóða góð störf hjá Evrópusambandinu komast upp með að véla lengur með sjálfstæði landsins gegn greiðslum einhverskonar þettað lið er nú þegar búið að brjóta hér lög landsins margoft og komin tími til að við tökum okkur saman hópur manna með aðstoð lögspekinga og kærum þettað lið fyrir að vera með lygum svikum og vísvitandi blekkingum og aðstoð utanfrá að reyna að afsala sjálfstæði landsins til Evrópusambandsin þettað eru staðreyndir ekki orðum auknar.Hægt væri að telja hér upp langan lista hvernig unnið hefur verið markvist að þessum landráðum hér undanfarin ár af baugsfylkingunni forystufólki samfylkingarinnar háskólasamfélaginu og fl.Það er með öðrum orðum hreint út sagt verið að reyna með lygum svikum og blekkingum og mútum verið að reyna að innlima Ísland í Evrópusambandið hér er verið að margbjóta Íslensk lög og því miður er íslensku stjórnmálastéttini alls ekki treystandi einsog þessi Breski evrópuþingmaður segir hér

http://youtu.be/SswJzHcHM1o

Örn Ægir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:21

4 identicon

Bara eitt lítið dæmi í Morgunblaðinu um dagin stóð; Gulrótin sem veifað er framan í starfsmenn stjórnaráðsins þó sérstaklega utanríkisráðuneytisins er að eftir aðild megi raða þeim á garðana í Brussel þar sem laun séu margfallt á við hér og skattfrjáls að auki;Ef þettað er ekki vísir að múturgreiðslium hvað er þettað þá? þettað er bara eitt lítið dæmi um hvað er í gangi hér og má örugglega margfalda það

Örn Ægir (IP-tala skráð) 13.7.2011 kl. 16:30

5 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Það þarf nú að losa heimsbyggðina við þessi matsfyrirtæki, hverju nafni sem þau nefnast. Þau eru engri þjóð til gagns, þvert á móti stórhættuleg verðbréfa-spákaupmennsku-glæpafyrirtæki, sem hvorki Evrópubúar né aðrir eiga að hlusta á hvað þá meir. ESB-elítan er af sama sauðahúsi og matsfyrirtækin, ásamt AGS-elítunni.

Þetta er félagsskapurinn sem gyllir boðin, fyrir gráðuga Össur og Árna Þór, ásamt fleiri skammsýnum mönnum/konum á Íslandi. Það er gæfulegur félagsskapur sem þau velja sér, eða hitt þó heldur. Við þurfum að tosa strákana til baka frá þessu rugli, og setja þá í gylliboða-græðgis-afvötnun, áður en illa fer fyrir þeim og okkur öllum. 

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 13.7.2011 kl. 23:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband