Valdabrask Össurar og Vinstri grænir

Fylgi Samfylkingarinnar mælist núna rúmlega 20 prósent. Fylgið við aðild Íslands að Evrópusambandinu  mælist 30 til 40 prósent. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og væntanlegur formaður Samfylkingarinnar vinnur að aðlögunarferli Íslands með það í huga að það gagnist Samfylkingunni. Braskið gengur út á að Samfylkingin hækki í fylgi með atkvæðum aðildarsinna í öðrum flokkum.

Allir stjórnmálaflokkar utan Samfylkingarinnar eru með skýrar flokksamþykktir að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins en innan. Einn þessara flokka, Vinstri grænir, situr í ríkisstjórn með Samfylkingunni.

Með samþykki Vinstri grænna stundar Össur blygðunarlaus valdabrask þar sem þjóðarhagsmunum er fórnað fyrir flokkshagsmuni.

Hjörleifur Guttormsson segir að það þurfi lækni til að útskýra hvernig forysta Vinstri grænna vogar sér að halda á Evrópumálum. Það er ekki ofmælt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Utanríksiráðherra er að framfylgja stefnu ræikisstjórnarinnar. Ákvörðun var tekin á Alþingi um að leggja fram aðildarumsókn. Skoðanakannanir (útvaldar) skipta engu máli í þessu sambandi. Aðilarviðræður eru viðræður um aðild en ekki aðlögun. Aðlögun verður fyrst þegar samningur hefur verið samþykktur. Áætlanir um slíka aðlögun verða að vera tilbúnar. Innan flokkanna eru skiptar skoðanir um aðild. Þetta er mjög skýrt í Sjálfstæðisflokki og Framsókn. Mikilvæg hagsmunasamtök eru ýmist með eða móti aðild. Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna vill ljúka aðildarferlinu við ESB. Hjörleifur Guttormsson fyrrum þingmaður og ráðherra hefur ritað grein. þar gagnrýnir hann flokksfélaga sína harkalega. hann segir m.a.: Fari svo að óbreyttu stjórnarsamstarfi að samningur takist milli milli Íslands og Evrópusambandsins kemst VG ekki undan því að bera á honum fulla pólitíska ábyrgð. Hvernig það gæti gerst að óbreyttri stefnu flokksins þess efnis, að hagsmunum Íslands sé best borgið utan Evrópusambandsins, er vart á annarra færi en lækna sem þekkja vel til geðklofa að útskýra.---- Þessi ummæli er einstaklega ósmekkleg og óviðeigandi. geðklofi er mjög alvarlegur geðsjúkdómur en með nútíma lyfjum er hægt að lækna sjúkdóminn eða halda honum í skefjum. Stefna VG nýtur fulls stuðnings helstu stofnanna flokksins og það ætti Hjörleifur að vita. Árni Þór Sigurðsson hefur margoft gert grein fyrir stefnunni á opinberum vettvangi. Vil að lokum benda öllu áhugafólki á Evrópuvefinn en hann veitir greinargóðar upplýsingar um ísland og ESB.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 09:26

2 identicon

Sáuð þið myndina á forsíðu Fréttablaðsins í dag?

Ungverjinn og Füle hlæja sig máttlausa að því er virðist að stefnu "rækjustjórnar" Íslands og Össuri - sem er að reyna sannfæra sjálfan sig og þjóðina um að allir vilji ólmir í deyjandi sambandið.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 10:05

3 identicon

Hrafn Arnarsson.

Þú ert ekki að segja satt.

En það kemur kanski ekki á óvart þegar vafasamur málstaður er varin.  Einhverra hluta vegna hefur aðildarsinnum misfarist illa þýðingin úr ensku eða frönsku yfir á íslensku.

Á Brusselmálum er aðeins talað um aðlögun.  Ekki umsókn eða aðildarviðræður.

jonasgeir (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 11:06

4 identicon

Það er athyglisvert að ESB hefur ekki, tekist að fá óháða lögg. endurskoðendur til að skrifa upp á ársreikninga sýna síðustu 13 ár.

Gaman væri að vita ástæðuna.

Jón Ólafs (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 11:20

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Ég hafði ekki kíkt á Ftéttablaðið,en Sigrún, myndin!! hirðin hlær !! Þjóð meðal þjóða, hljómar það ekki þannig.

Helga Kristjánsdóttir, 28.6.2011 kl. 11:31

6 identicon

Hér er brot úr viðtali við utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, sem birtist á Eyjunni 21. 05. 2011. "

Nei, við erum ekki að breyta neinum lögum, reglum eða setja á stofn nýjar stofnanir vegna umsóknarinnar. Það er engin aðlögun í gangi vegna ESB. Fram að þjóðaratkvæði búum við okkur undir ferlið með því að leggja fram áætlanir um þær breytingar sem þarf að ráðast í ef þjóðin segir já við aðild, einsog um hvaða lögum þyrfti þá að breyta, hvort og hvernig þyrfti að breyta einhverjum stofnunum, eða undirbúa ný kerfi til dæmis í tolla- og skattamálum. Einsog aðrar umsóknarþjóðir eigum við rétt á því að Evrópusambandið standi straum af verulegum hluta þess kostnaðar. Ef þjóðin segir já verður þessum breytingum hrundið í framkvæmd á tímanum sem líður frá þjóðaratkvæði fram að staðfestingu aðildarinnar, eða á þeim tíma sem um kann að semjast í samningunum. Mottóið er semsagt, að það verður ekkert gert fram að þjóðaratkvæðagreiðslu sem virðir ekki þá grundvallarreglu að það er íslenska þjóðin sem á lokaorðið um aðild. Ég túlka álit utanríkismálanefndar þannig að ég hafi heimild til að gera allt sem þarf til að klára samninga og koma með þá heim í atkvæðagreiðslu, svo fremi það feli ekki í sér lagabreytingar án sérstaks samþykkis þingsins, eða nýjar stofnanir. Þetta er í gadda slegið milli okkar og Evrópusambandsins, og margrætt á Alþingi." .....

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 11:41

7 identicon

Svar á kannski.is . Höfundur svars er Jón Steindór( sem er aðildarsinni).

 
Svar á móti aðild

Ársreikningar ESB hafa ekki verið samþykktir en útgjöld sambandsins hafa verið endurskoðuð á síðustu 16 árum. Evrópska endurskoðunarskrifstofan, sem er sjálfstæð eftirlitsstofnun, hefur frá árinu 1994 gefið út heilbrigðisvottorð á heildarútgjöld sambandsins.

 

Endurskoðunarskrifstofan staðfestir einnig að allar greiðslur hafi verið meðhöndlaðar á viðeigandi hátt; greitt hafi verið á réttum tíma, ósvikin undirskrift á reikningi, rétt hafi verið staðið að greiðslu, hæfasti og ódýrasti byrginn hafi verið valin o.s.frv.

 

Fyrirkomulag greiðslna á styrkjum ESB hefur almennt færst í betra horf, en úrbóta er samt sem áður þörf og þá helst við útborgun á styrkjum til byggðamála, en það er á hendi aðildarríkjanna sjálfra að greiða út þá styrki. Samkvæmt úttekt endurskoðenda hefur athugasemdum við fjárreiður sambandsins fækkað talsvert undanfarin ár. Á síðasta ári voru villur í fjárlögum sambandsins á bilinu 2% til 5%, en árið á undan voru þær yfir 5%. Þetta þýðir að yfir 95% greiðslna voru í lagi. Það að athugasemd hafi verið gerð við tiltekna greiðslu þarf ekki að þýða að misferli hafi átt sér stað, heldur að ekki hafi verið farið nákvæmlega eftir settum reglum og viðmiðunum.

 

Í flestum tilvikum sem gerðar eru athugasemdir liggur ábyrgðin hjá viðkomandi aðildarríki, en ekki ESB eða framkvæmdarstjórninni En þegar um svo viðamikið kerfi er að ræða, er næstum óhjákvæmilegt að einhverjar villur komi upp. Það skiptir í raun ekki mál hvað rekstur er umfangsmikill, nóg er að einn reikningur lendi í vitlausum flokki, þá telst það vera villa. Almennt hefur ESB hert kröfurnar í þessum efnum og sífellt er reynt auka gagnsæi og draga úr villum. Árið 2007 var t.d. ,,algjörlega hreint,“ eins og sagt er í skýrslu endurskoðendanna.

 

Árið 1999 setti framkvæmdarstjórn ESB á laggirnar skrifstofuna OLAF (e. European Anti-Fraud Office), sem hefur það hlutverk að fyrirbyggja misnotkun og svik á fjárlögum sambandsins. Stofnunin framkvæmir sjálfstæðar úttekir ef grunnur leikur á að um sviksamlegt hátterni sé að ræða.

 

Það er rangt sem haldið hefur verið fram að framkvæmdastjórnin vinni með hugbúnaðinn MS Excel við endurskoðunina í stað þess að nota viðurkenndan bókhaldshugbúnað.  Staðreyndin er sú að frá árinu 1998 hefur framkvæmdastjórninn notað hugbúnaðinn SAP, sem er alþjóðlega viðkenndur hugbúnaður á þessu sviði. Fyrir þann tíma var annar bókhaldshugbúnaður í notkun.

 

Stundum er því haldið fram að innan ESB sé óheyrilegum fjárhæðum eytt í botnlausa skrifræðishýt. Veruleikinn er hins vegar sá að aðeins 6% af fjárlögum ESB er varið til stjórnsýslu sambandsins. Hlutfallslega eru fjárlög ESB heldur ekki há, aðeins rétt rúmlega 1% af vergum þjóðartekjum aðildarríkjanna.

 

Framkvæmdastjórnin hefur tekið saman lista yfir helstu goðsagnir og staðreyndir um fjárlög og bókhald ESB. Lesa meira hér

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.6.2011 kl. 11:49

8 Smámynd: Þórarinn Snorrason

ég vil benda á eitt. Össur sagði á Bygjunni í gær 27.06 að ef við færum inn í esb myndi fjárfesting aukast. gott og vel, kannski gerir það það. en. ef sama stjórn er við stjórnvölinn þá getum við alveg bókað það s.br. orð Steingríms í kastljósinu um daginn að verða engar skattalækkanir á einu né neinu heldur komi til greina að hækka þá, nú þá horfa fyrirtæki hingað og spá "já okei, skattprósentan á íslandi er alveg útúrkú há. þá fer ég nú frekar með minn pening eða fyrirtæki til danmerkur eða eitthvað annað þar sem ég verð ekki skattpýndur til helvítis". þannig að ávinningurinn af þessum orðum er enginn ef ástandið á að vera eins og það er en samt vera í esb, það mun ekkert breytast. fólk ætti að læra að reyna að sjá heildarmyndina frekar en að stökkva á ímyndun.

Þórarinn Snorrason, 28.6.2011 kl. 19:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband