Björn og Hönnu Birnu til forystu í Sjálfstæðisflokki

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra og Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrrverandi borgarstjóri eru tvíeykið sem gæti leitt Sjálfstæðisflokkinn til vegs á ný og brúað hyldýpið sem myndaðist milli flokks og forystu við Icesave-trúnaðarbrestinn.

Björn er fulltrúi reynslu, ábyrgðar og trúmennsku og Hanna Birna sýndi sig skeleggan leiðtoga sjálfstæðismanna í höfuðborginni. Með Björn sem formann og Hönnu Birnu sem næstráðanda og líklegan eftirmann er Sjálfstæðisflokkurinn kominn með sigurstranglegt tvíeyki.

Óbreytt forysta Sjálfstæðisflokksins er ávísun á stórtap í næstu kosningum. Flokkurinn mun tapa þeirri stöðu að vera móðurflokkur íslenskra stjórnmála og ómissandi í tveggja flokka stjórn lýðveldisins. 

Ríkisstjórn Jóhönnu Sig. er í henglum en fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist aðeins um 35 prósent í könnunum. Með Icesave-málið á herðum sínum og óuppgert við hrunkvöðla í þingliði flokksins er líklegt að Sjálfstæðisflokkurinn verði með 23 - 27 prósent fylgi í næstu kosningum. Við þau úrslit væri skammt í endalok Sjálfstæðisflokksins.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað með Halldór J. Kristjánsson og Kjartan Gunnarsson? Eða Björgólf og Björgólf Thor?

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 15:17

2 identicon

Flott hjá Páli. margir hafa minnst á Hönnu Birnu en enginn á Björn. Ef þetta gengur ekki hvernig væri þá Sigurður kári og Guðlaugur Þór? Ef Það gengur ekki heldur hvernig væri þá kristján Þór og Árni Johnsen? Ymsir möguleikar, ekki satt.

Hrafnafloki (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 15:32

3 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ef við eigum ekki að láta Flokkinn hverfa sem Forustu Flokk,er Hanna Birna verðugur Foringi.

Vilhjálmur Stefánsson, 17.6.2011 kl. 16:17

4 identicon

Hanna Birna er framtíðarleiðtogi, en Björn er fulltrúi gamla tímans.  Þetta veit Páll eða allavega ætti að vita.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 16:33

5 identicon

Hvað var sett í glasið þitt?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Steinarr Kr.

Góður Páll!

Steinarr Kr. , 17.6.2011 kl. 17:31

7 Smámynd: Hörður B Hjartarson

    Seg mér Páll !

    Er þetta einhvers konar bæna(r)skrá   FL-FOKKSINS  eða ert þú kannske kominn með 50-60 stiga hita á C ?

   Hann Hermundur stóð sig náttúrulega alveg frábærlega t.d. í símhlerunarmálunum , eða fynnst þér ekki , að ég tali ekki um öll Hermundarmálin  ?

Hörður B Hjartarson, 17.6.2011 kl. 19:14

8 identicon

Sæll.

Björn má muna sinn fífil fegri og hefur staðið fyrir nokkrum afar einkennilegum málum þannig að ekki ber ég traust til hans þó hann haldi úti góðri síðu og skrifi oft vel þar.

Hanna Birna studdi með stolti peningaausturinn í Hörpuna og fyrir vikið kaus ég ekki flokkinn í Rvk, stjórnmálamenn eins og hún sem bera svona litla virðingu fyrir opinberu fé eiga ekkert erindi í forystu flokks sem á að vera til hægri en er í raun miðjuflokkur - og fær þess vegna ekki atkvæði frjálshyggjumanna!

Landsfundur og fleiri (almennir flokksmenn í gegnum prófkjör) þurfa að moka flórinn til að flokkurinn verði aðlaðandi valkostur. Núverandi lið hefur ekki svarað ýmsum ávirðingum vinstri manna sem hægur leikur er að reka ofan í þá aftur. Hvað veldur svona aumingjaskap? Stjórnarmeirihlutinn gefur á sér högg við það eitt að taka til máls og fjöldi fólks kýs með fótunum líkt og gerðist í A-Evrópu fyrir ekki svo löngu síðan.

Helgi (IP-tala skráð) 17.6.2011 kl. 21:17

9 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Mikið svakalega líst mér vel á þetta fólk

Guðbjörn Guðbjörnsson, 18.6.2011 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband