Þriðjudagur, 14. júní 2011
Pólitískur vilji andspænis efnahaglegum veruleika
Evran er pólitískt verkfæri til að hraða og dýpka samruna ríkja Evrópusambandsins. Gjaldmiðillinn er rétt rúmlega tíu ára gamall og stendur frammi fyrir falli á fyrstu prófraun. Ráðamenn stærstu ríkja Evrópu, Þýskalands og Frakklands, segja ekki koma til greina að gefa evruna upp á bátinn. Efnahagslegur veruleiki býður þeim tvo kosti.
Annars vegar að jaðarríki Evrópusambandsins fái varanlegan stuðning frá ríku þjóðunum í norðri og hins vegar að viðurkenna andstæða hagsmuni Suður-Evrópuríkja og Norður-Evrópu og leysa upp evrusamstarfið.
Kjósendur í Þýsklandi, Hollandi, Finnlandi og Austurríki samþykkja ekki að niðurgreiða lífskjör Portúgala, Grikkja og Ítala. Og rómanskir íbúar álfunnar fást ekki til að lúta fjármálaaga norðanmanna. Seinni kosturinn stendur einn eftir - upplausn evrusamstarfsins.
Evrópusambandið er sjálft í hættu vegna evru-kreppunnar. Einmitt þess vegna verður dauðstríð gjaldmiðilsins langvinnt.
Spáir hruni evrusamstarfsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hmmm.... ég skrifa í meira en ár um að Evran og ESB séu fyrirfram dauðadæmd og aðeins tímaspursmál hvenær það kerfi muni liðast í sundur. Engum fjölmiðli dettur í hug að gera skrif mín að sérstöku umfjöllunarefni.
Svo þegar atburðurinn er í þann mund að eiga sér stað (við erum núna á sambærilegum tímapunkti og þegar gosóri sést á öllum mælitækjum og bíðum aðeins eftir að sjá mökkinn skjótast upp í loftið) þá skrifar einhver útlendingur með prófgráðu í einni afvegaleiddustu fræðigrein nútímans, grein um það í erlent blað. Og það þykir sérstaklega fréttnæmt bara vegna þess hver sá maður er sem núna á elleftu stundu bendir á hið augljósa???
Þar sannast hið forkveðna að enginn verður spámaður í heimalandinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 14.6.2011 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.