Hernaðarstefna ESB á íslensku

Lissabonsáttmálinn er kominn út á íslensku. Sáttmálinn er stjórnarskrá Evrópusambandins og þar eru skráðar á 388 blaðsíðum reglunar sem aðirlarríkin hafa sammælst um. Valdheimildir Evrópusambandsins eru skráðar sérstaklega og þar sem m.a. um hernaðarstefnu sambandsins á blaðsíðu 50

Sambandið skal, í samræmi við ákvæði sáttmálans um Evrópusambandið, hafa vald til að móta og koma til framkvæmda sameiginlegri stefnu í utanríkis- og öryggismálum, þar á meðal að móta í áföngum ramma að sameiginlegri varnarstefnu.

 

Til aðildarsinna: Rétt upp hönd sem vill ganga í Evrópuherinn.


mbl.is Þýðingu Lissabon-sáttmálans lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hugur minn þarf að fara ansi miklar krókaleiðir í fantasíukenndri og víðri túlkun til að lesa "Her" úr þessari klausu!

Páll (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 20:19

2 identicon

Loksins þegar ég læt mig hafa það að kíkja í heimsókn á vefinn þinn þá sé ég að mín er þörfn - þetta er algjör della eins og margoft hefur komið fram. Enginn her í ESB, þetta sagði Alison Bayles um málið fyrir skömmu á rúv.is

,,Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her á sínum snærum og Alyson Bailes telur fráleitt að þróunin verði í þá átt. Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð og þurfi ekki að óttast um mögulega herskyldu íslenskra ungmenna við aðild að Evrópusambandinu." 

http://www.ruv.is/frettaskyringar/evropusambandid/stefna-esb-i-utanrikismalum

bryndisisfold (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 21:13

3 Smámynd: Já Ísland

Loksins þegar ég læt mig hafa það að kíkja í heimsókn á vefinn þinn þá sé ég að mín er þörfn - þetta er algjör della eins og margoft hefur komið fram. Enginn her í ESB, þetta sagði Alison Bayles um málið fyrir skömmu á rúv.is

,,Evrópusambandið hefur engan sameiginlegan her á sínum snærum og Alyson Bailes telur fráleitt að þróunin verði í þá átt. Íslendingar geti áfram verið herlaus þjóð og þurfi ekki að óttast um mögulega herskyldu íslenskra ungmenna við aðild að Evrópusambandinu." 

http://www.ruv.is/frettaskyringar/evropusambandid/stefna-esb-i-utanrikismalum

Já Ísland, 8.6.2011 kl. 21:15

4 Smámynd: Já Ísland

jæja þú fékkst þetta tvöfalt - þetta fer þá varla framhjá þér!

Já Ísland, 8.6.2011 kl. 21:16

5 Smámynd: Páll Þorsteinsson

http://youtu.be/Illu8cGw2jo

Eftir að hafa séð þetta video af Europe day 2011 þá kæmi það manni nú ekkert á óvart að samevrópskur her væri í bígerð.

EU er með allskonar Trans-European plön í gangi.

En burtséð frá því hvort það verður her eða ekki, þá er þetta EU fyrirbæri eitthvað sem ég tel engann veginn henta Íslendingum.

Það er annars eitt sem ég hef velt svolítið fyrir mér, og það er, hvað græðir esb eiginlega á því að fá Ísland inní sambandið? Af hverju hafa þau áhuga á að vera tala við okkur um aðild?

Það væri gaman að fá svar við þessu frá einhverjum ykkar ultra esb-sinnum.

Páll Þorsteinsson, 8.6.2011 kl. 21:49

6 identicon

Já Ísland: Þegar Danmörk gekk í Efnahagsbandalag Evrópu var neinn skortur á stjórnmálafræðingum til að fullvissa fólk um að það yrði aldrei neitt Evrópusamband - Evrópusamruninn yrði ekki meiri en hann var.

Að auki, með fullri virðingu fyrir frú Alison Bayles, þá mun frú Angela Merkel hafa töluvert ólíka skoðun á þessum málum og kannski dálítið meiri áhrif á þróun þeirra.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 8.6.2011 kl. 22:26

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hvað líður þingsályktunartillögu Össurar frá 8/4 2011. á bloggi mínu þ.dag,má sjá að Össur leggur til að skipuð verði nefnd,sem skili  tillögu,er tryggi þjóðaröryggi á grundvelli herleysis,svo því sé haldið til haga. Þar sem hann hlýtur að vita að ESB.mun fyrr eða seinna,stofna her, Þá gruna ég hann um að ætla ákveðnum embættismönnum,að skynja hættuna og kalla þá til ,,verndara,, úr austri. Eftir allt pukrið,er ég bullandi tortryggin.

Helga Kristjánsdóttir, 8.6.2011 kl. 23:59

8 identicon

Óskaplega er nú gaman að fá þetta tækifæri til að rökræða við alla "Evrópusambandssérfræðingana" frá 0.08% landinu áhrifamikla, um drauma og hernaðaráform Brusselskra.

Svona til að byrja með.:

Rise of the 4th Reich Ahead! Germany calls up European Union army; non-aggression pact with Russia sought.

by admin on February 12, 2010

http://bravenewpress.com/2010/02/12/rise-of-the-4th-reich-ahead-germany-calls-up-european-union-army-non-aggression-pact-with-russia-sought/

.......

Germany speaks out in favour of European army

08.02.2010 @ 09:20 CET

German foreign minister Guido Westerwelle has said Berlin supports the long term goal of creating a European army, which will bolster the EU's role as a global player.

http://euobserver.com/9/29426

....

Germany Calls for EU Army
February 10, 2010 | From theTrumpet.com
Germany wants to create a common European army, German Foreign Minister Guido Westerwelle said at the Munich Security conference, February 6. “The long-term goal is the establishment of a European army under full parliamentary control.
 
 
 
.....

EU Dreams Of Common Army
 
 
By Stefan Nicola
UPI Germany Correspondent
Berlin (UPI) Mar 27, 2007
 
German Chancellor Angela Merkel said the European Union should aim to create a common army within the next 50 years, an ambitious and at the same time controversial plan.

"We need to get closer to a common army for Europe," Merkel last week told German daily Bild.

Proponents of an EU army cite the greater efficiency for such a multinational force: The EU's member states have some 1.9 million soldiers -- 50 percent more than the United States -- and spend roughly $250 billion a year on military means, yet the effectiveness of these armies is one-tenth of the U.S. military.

http://www.spacewar.com/reports/EU_Dreams_Of_Common_Army_999.html

.....

Blueprint for EU army to be agreed

A security blueprint charting a path to a European Union army will be agreed by Euro-MPs on Thursday.

By Bruno Waterfield in Brussels

Published: 3:07PM GMT 18 Feb 2009

The plan, which has influential support in Germany and France, proposes to set up a "Synchronised Armed Forces Europe", or Safe, as a first step towards a true European military force.

The move comes as France, a supporter of an EU army, prepares to rejoin Nato and to take over one of the Alliance's top military posts. General Charles de Gaulle withdrew French forces in 1966.

http://www.telegraph.co.uk/news/worldnews/europe/eu/4689736/Blueprint-for-EU-army-to-be-agreed.html

.....

Germany Calls for an EU Army

March 19, 2010

Germany has expressed a desire for the European Union to create an army under the political control of the EU, according to the nation’s Foreign Minister Guido Westerwelle.

“The long-term goal is the establishment of a European army under full parliamentary control. The European Union must live up to its political role as a global player. It must be able to manage crises independently. It must be able to respond quickly, flexibly and to take a united stand,” he said (AFP).

At the Munich Security Conference, held earlier this year, Mr. Westerwelle stated that the door for a European army was opened by the passing of a revised EU constitution draft, known as the Lisbon Treaty, and that this army would be a cohesive factor in creating a European defense policy.

The Lisbon Treaty does allow for the creation of a united army.

http://www.realtruth.org/news/100319-001-europe.html

......

Germany’s Foreign Minister Calls for a Common European Army

May 12, 2008 | From theTrumpet.com
All Europe combining militarily would create a formidable military and political force.
 

Many were shocked on May 9 at the size of a Russian Victory Day parade, the greatest display of Russian military power since the collapse of the Soviet Union. As great as Russia’s military might is, however, the combined military might of Europe has the potential to be greater.

http://thetrumpet.com/index.php?q=5145.3405.0.0

.....

Föstudaginn 24. nóvember, 2000 - Ritstjórnargreinar

EVRÓPUHER

ÁFORM Evrópusambandsins um sameiginlegan herafla hafa vakið upp miklar umræður og jafnvel deilur.



ÁFORM Evrópusambandsins um sameiginlegan herafla hafa vakið upp miklar umræður og jafnvel deilur. Brátt verður liðið ár frá því að leiðtogar ESB ákváðu á fundi í Helsinki að setja á laggirnar sérstakar hraðsveitir er skipaðar verða að minnsta kosti 60 þúsund hermönnum. Markmiðið er að sveitunum verði hægt að beita þegar deilur eins og á Balkanskaga koma upp og er miðað við að hægt verði að senda sveitirnar innan 60 daga frá því að ákvörðun er tekin um aðgerðir og í allt að fjögur þúsund kílómetra fjarlægð frá miðri Evrópu.

Verkefni hraðliðsins er fyrst og fremst að koma í veg fyrir átök og stunda friðargæslu en ekki grípa til beinna hernaðaraðgerða.

Á fundi í byrjun vikunnar ákváðu varnarmálaráðherrar ESB að leggja sveitunum til nauðsynlegan mannafla og búnað. Segir í yfirlýsingu þeirra að það skipti "höfuðmáli fyrir trúverðugleika hinnar evrópsku öryggis- og varnarstefnu, að geta sambandsins til að grípa inn í á neyðarstundu sé aukin, hvort sem það er gert með eða án samvinnu við NATO".

Ekki eru hins vegar allir jafnsannfærðir um ágæti þessara áforma. Í Bretlandi hefur gætt efasemda um þessi áform þótt vissulega megi segja að það sé fyrst og fremst meðal þeirra afla sem alla jafna eru mjög tortryggin í garð alls þess er frá Evrópusambandinu kemur. Þannig hefur Margaret Thatcher, fyrrum forsætisráðherra, lýst því yfir að hún telji áform ESB ógna Atlantshafssamstarfinu. Þá ritar Caspar Weinberger, fyrrum varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, grein í The Daily Telegraph í gær, þar sem hann segir að einu gildi hverju sé haldið fram, það veiki NATO ef hersveitir, er eyrnamerktar eru bandalaginu, eigi jafnframt að vera hluti hinna nýju hraðsveita. Hann telur jafnframt að þessi áform ESB geti leitt til þess að draga muni úr stuðningi Bandaríkjamanna við NATO.

Auðvitað er ekkert óeðlilegt við það, að Evrópuríkin, sem nú þegar eiga mjög náið efnahagslegt og pólitískt samstarf, stilli saman strengi sína í auknum mæli á öryggis- og varnarmálasviðinu. Raunar má segja að það hafi verið ákveðið vandamál hversu sundurleit Evrópuríkin hafa verið í þessum efnum, líkt og kom í ljós við upphaf Bosníudeilunnar. Bandarískir ráðamenn hafa líka verið iðnir við að hvetja Evrópuríkin til að axla auknar byrðar í varnarmálum enda erfitt að réttlæta að bandarískir skattgreiðendur beri hitann og þungann af öryggismálum í Evrópu rúmri hálfri öld eftir lok heimsstyrjaldarinnar síðari, þegar þessar sömu þjóðir eru á ný orðnar meðal ríkustu þjóða heims.

Á hinn bóginn er það ekkert launungarmál að innan Evrópusambandsins er að finna sterk öfl sem hefðu ekkert á móti því að brestir kæmu í tengslin yfir Atlantshafið. Í augum þessara afla eru áformin um sameiginlegan herafla einungis skref í þá átt að mynda Evrópuher, er tekið gæti við skuldbindingum NATO í Evrópu.

Það er full ástæða til að taka þær raddir alvarlega er vara við því að áform ESB kunni að veikja NATO ef ekki er rétt staðið að málum. Samstarf Evrópu og Bandaríkjanna innan NATO er einstakt í heiminum. Það hefur tryggt öryggi aðildarríkjanna og haft þau áhrif að pólitísk og menningarleg tengsl þjóðanna beggja vegna Atlantshafsins hafa eflzt. Að mörgu leyti er NATO límið í samstarfi Evrópu og Bandaríkjanna og má færa rök fyrir því að þessi nánu tengsl hafi komið í veg fyrir að pólitísk eða viðskiptaleg togstreita hafi gengið of langt.

Kjarni málsins er þó sá, að það hlýtur að vera hlutverk Evrópuríkjanna að takast á við og leysa þau vandamál, sem koma upp á þeirra heimaslóðum. Bosníudeilan varð ekki leyst án atbeina Bandaríkjamanna. Það varð bæði áfall og niðurlæging fyrir Evrópuríkin. Lofthernaður Atlantshafsbandalagsins í Júgóslavíu byggðist nánast að öllu leyti á hernaðarmætti Bandaríkjamanna, þótt hann færi fram undir merkjum Atlantshafsbandalagsins.

Þetta er óviðunandi ástand bæði fyrir Bandaríkin og Evrópuríkin. Þess vegna er eðlilegt að Evrópuríkin axli ábyrgð á því og hafi bolmagn til að stunda lögregluaðgerðir á sínum heimavígstöðvum. Það á að vera hægt að gera án þess að samstarfinu innan Atlantshafsbandalagsins sé ógnað. Það eru hagsmunir Evrópuríkjanna sjálfra að búa þannig um hnútana. Ríkin sem gátu ekki stillt til friðar í Bosníu og hefðu ekki haft bolmagn til þess að sjá ein um lofthernaðinn í Júgóslavíu mundu ekki hafa afl til þess að tryggja eigið öryggi að óbreyttu ef kaldir vindar blésu á ný í samskiptum þeirra og Rússa.

Þess vegna hafa Evrópuríkin sjálf ríka hagsmuni af því að samstarfið innan Atlantshafsbandalagsins verði þróað í alhliða öryggiskerfi fyrir Evrópu alla en að Evrópuríkin sjálf annist þær lögregluaðgerðir, sem kunna að verða nauðsynlegar í nágrenni þeirra.

Bandaríkjamönnum hættir til að vilja halda og sleppa. Þeir hafa í fjölda mörg ár krafizt þess, að Evrópuríkin tækju aukinn þátt í kostnaði við eigin varnir en þeir hafa líka viljað halda öllum þeim áhrifum, sem fylgt hafa hinu fyrra fyrirkomulagi. Bandaríska risaveldið er eigingjarnt eins og flestar þjóðir heims hafa kynnzt af eigin raun, ef eitthvað hefur á bjátað í samskiptum og það á ekki síður við um okkur Íslendinga en aðra.

Þess vegna má segja, að ákveðinn tvískinningur sé í þessum umræðum á báða bóga. Hann má hins vegar ekki verða til þess að menn missi sjónar á því, sem máli skiptir, sem er bolmagn þessara ríkja til að tryggja eigið öryggi og setja niður deilur nágrannaþjóða.

http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=573440

.....

European Union

Following decisions taken by the European Union heads of state and government at the Helsinki and Nice European Councils in December 1999 and in December 2000, new and tailor-made structures in the military and political areas are being set up in Brussels to enable decision-making in crisis situations.

As regards military capabilities, the EU set itself the goal of being able to deploy by 2003 a force of up to 60,000 personnel within 60 days, and to sustain it on the ground for at least one year, for the purposes of humanitarian and rescue tasks, peacekeeping, and crisis management – including peace-making. It should be noted that the military and defence dimension of the EU does not include territorial defence. The Defence commitment in Article 5 in the Western European Union Treaty was not taken over by the EU when other Western European Union functions were subsumed in the EU at the beginning of 2002. Yet a number of other aspects of broader security concern are increasingly on the agenda of the EU institutions, particularly after September 11.

http://www.globalsecurity.org/military/world/europe/eu.htm

.....

NewsMax.com Wires and NewsMax.com

Tuesday, May 27, 2003

Europe Launches Plans for Military to Rival U.S.

The European Union demonstrated its determination to become a major military power today when its leading members signed a $23 billion contract to buy a fleet of 180 Airbus A400 military transport jumbo jets, with the capacity to deploy up to 20,000 troops far beyond Europe's shores in a single airlift.

The move is a dream come true for French President Jacques Chirac and German Chancellor Gerhard Schroeder, who since breaking with Washington over Iraq have vowed to create a power to rival the United States.

By far the largest military contract the Airbus manufacturers have ever signed, the deal was justified as essential for further military cooperation in Europe and as a crucial symbol of the EU's military ambitions. It will secure 40,000 jobs across Europe over the next two decades.

http://archive.newsmax.com/archives/articles/2003/5/27/150125.shtml

..........

USA: 1,47 mil. active troops, 1,46 mil. reserve forces
Land force: ~8000 (main battle) tanks, ~9000 armored personnel carriers,~5000 towed artillery,1300 multiple rocket launchers
Navy: 53 destroyers, 92 frigates, 75 subs, 11 aircraft carriers,48 corvettes, 28 mine warfare craft
Air force: 2505 compat aircraft , 4500 helicopters, 18 100 total aircraft

EU: 2, 033 mil.(!) active troops, 4,1 mil. reserve force

Land force: ~11 000 (main battle)tanks, 10 000+ armored pers.car., 17 000 towed artillery,880 mult.rocket. launc.
Navy: 36 destroyers, 110+ frigates, 80+ subs,7 aircraft carriers, 65 corvettes, 140 mine warfare craft
Air force: 3523 compat aircraft, 4500 helicopters, 4900 total aircraft

Nuclear arsenal: USA: 1550, EU: ~500.

Purchasing power: USA: 13,7 trillion, EU: 14.2 trillion

........



Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 01:04

9 identicon

Hvar eru núna allir "sérfræðingar" Evrópusambandsins sem telja sig getað útskýrt fyrir okkur sem erum ekki alveg nógu sannfærðir um ágæti sambandsins...  ???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.6.2011 kl. 16:36

10 Smámynd: Steinarr Kr.

Merkilegt að sjá að Evrópusinnar virðast búa yfir stöðluðum frösum til að henda inn á svona blogfærslur og fullt af "sockpuppets" til að kasta þeim fram.

Steinarr Kr. , 9.6.2011 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband