Falsvöld Jóhönnustjórnar

Völd í lýðræðisþjóðfélagi eru háð umboði sem almenningur veitir í kosningum. Umboð almennings gefur valdinu lögmæti. Fyrirkomulagið er þetta: stjórnmálaflokkar, sem meira og minna eru á opinberu framfæri, bjóða fram til alþingis með tiltekna stefnuskrá. Á þeim grundvelli fá flokkarnir fylgi frá almenningi.

Samfylkingin var eini flokkurinn sem bauð fram þá stefnu að Ísland ætti að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Flokkurinn fékk 29 prósent atkvæðanna.

Þrátt fyrir að innan við þriðjungur þjóðarinnar kaus þann flokk sem bauð fram aðildarumsókn var aðildarumsókn send. Þökk sé ósvífni Samfylkingar og heigulshætti Vinstri grænna.

Í dag samþykkti fulltrúaráð Vinstri grænna ályktun með þessari setningu:

Fundurinn ítrekar andstöðu flokksins við aðild Íslands að ESB.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er án umboðs í stærsta málefninu og skortir lögmæti. Ríkisstjórnin fer með falsvöld.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ástandið er sjúkt og ólýðræðislegt í hvívetna.

Þetta valdasjúka og spillta fólk verður hrakið frá völdum veturinn 2011-2012.

Jóhönnu, Steingríms og skrílsins sem sem styður þau verður minnst sem valdníðinga og lygara.

Karl (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 20:31

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Páll, ég vil þakka þér fyrir bloggin þín. Ég er búinn að uppgvöta nýtt og óbrigðullt ráð þegar ég á erfitt með svefn.

Bara renna yfir eina eða tvær færslur frá þér og maður er nánast byrjaður að hrjóta áður en maður leggst í bólið. Hafðu þökk..

hilmar jónsson, 21.5.2011 kl. 21:13

3 identicon

Sofðu sem lengst Hilmar.  Vært og fast.

Hvað ætlar VG að spila þessa plötu lengi að segjast vera á móti, en gera svo bara allt annað.  Bara allt, allt annað!

jonasgeir (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 21:37

4 identicon

Ef ég ætti egg þá mundi ég fá mér egg og beikon ef ég ætti beikon.

Gunni

Gunni (IP-tala skráð) 21.5.2011 kl. 21:51

5 Smámynd: Elle_

Hvernig gat það gerst að flokksræfill með 29% fylgi gæti sótt um fullveldisafsal sjálfstæðs ríkis með inngöngu ríkisins inn í erlent veldi?  Og gegn stjórnarskrá fullvalda ríkisins.  Og komið ólöglegum kúgunarsamningi gegnum sjálft löggjafarvaldið??  Stoppa dómstólar ekki stjórnarskrárbrot stjórnmálamanna?  Lokaspurning: Geta Jóhanna og co. ekki bara farið að spæla egg fyrir þá sem ekki eiga nein?????

Elle_, 21.5.2011 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband