Evruland í ruslflokk, gjaldþrot næsti áfangi

Leynilegir raðfundir fjármálaráðherra stærstu evru-ríkjanna, sem þýskir fjölmiðlar afhjúpuðu um helgina,  voru með Grikkland á dagskrá og framtíð evrunnar. Grikkland stendur ekki undir skuldum sínum og er komið í ruslflokk. Grikkland er í reynd gjaldþrota en fær ekki leyfi til að afskrifa skuldir þýskra og franskra banka.

Vandi Þýskalands, Frakklands, Hollendinga, Austurríkismanna og Finna, löndin með lánstraust, er að verði Grikkjum leyft að fara í ,,stýrt" gjaldþrot munu Írar og Portúgalar krefjast sömu meðferðar. Eins og það sé ekki nóg eru Spánverjar og Ítalir handan við hornið, suðrænir og skítblankir.

Írski hagfræðingurinn og álitsgjafinn David McWilliams rekur í nýrri grein hvernig Grikkir geta tekið málin í sínar heldur, farið íslensku leiðina með því að taka upp eigin mynt. McWilliams telur þessa leið ákjósanlega fyrir Íra.

Máttarvöldin í Brussel munu ekki auðvelda Grikkjum að fara úr evru-samstarfinu og kjósa heldur að búa til nýjan björgunarpakka. En það er líklega orðið of seint.

 


mbl.is Grísk ríkisskuldabréf í ruslflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það besta við þetta er að beil átið þeirra í Brussel er hannað til að mergsjúga skattborgarana í suðrinu og eyjunni Grænu, á meðan óábyrgir bankar og fjármálastofnanir mið Evrópu njóta góðs af.

Þetta er bara ekki neitt bull hjá honum Timo sanna Finna;

http://www.zerohedge.com/article/true-finns-timo-soini-releases-statement-why-i-wont-support-more-bailouts

jonasgeir (IP-tala skráð) 9.5.2011 kl. 17:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vá annar maðurinn sem ég sé á nokkrum dögum sem les ZeroHedge. Fyrst það eru þó þetta margir vel með á nótunum er það ánægjuleg vísbending.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.5.2011 kl. 00:13

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er fyrilestur sem vert er að halda frammi um Evruna og framtíðarhorfur hennar. Umræðurnar á eftir ekki síður athyglisverðar vegna þeirra, sem koma þar fram.

Af hverju í ósköpunum láta menn enn sem allt sé í fína? Af hverju telja menn jafnvel að ESB lifi af fall Evrunnar?  Það er engin leið.

Enn til að hnykkja á.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.5.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband