Vænisýki í verkó - lét LÍÚ snjóa í morgun?

Guðmundur Gunnarsson fráfarandi formaður Rafiðnaðarsambandsins bloggar um 1. maí og tilburði að trufla hátíðarhöldin. Guðmundur skrifar

Þeir félagsmenn sem ég heyrði í fullyrtu að þetta fólk hefði verið fengið til þess af LÍÚ að hleypa upp útifundinum.

Líklega trúa samherjar Guðmundar að LÍÚ sé beintengt máttarvöldunum og hafi látið snjóa í morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér finnst svona tal aðeins opinbera það eitt að svona vinna menn i Samfylkingunni.  Koma inn flugumönnum, spinna og hleypa upp umræðu eftir pöntun.

Íslesk pólitík er alvarlega mörkuð þessu. Flokkarnir eru allir með sína flugumenn í helstu hagsmunasamtökum og helstu hagsmunasamtök með sína flugumenn á þingi. Svo eru allir flokkar með flugumenn úr sínum flokki í hinum flokkunum.

Það skal því engan undra að stjórnmál hér séu fucked up. Heiðarleika og eindrægni er útyst og hulin markmið að baki öllum gjörðum. 

Það þarf raunar að byrja aftur með hreint borð og losna við allt þetta lið. Ctrl-Alt-Delete.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2011 kl. 23:55

2 identicon

Svona þegar minnst er á Control-Alt-Delete sem maður hélt að virkaði bara í Ráðstjórnarríkjum: átti ekki að hreinsa til fagmannlega að hætti vinstri með Evu Joly? Henni var tekið fagnandi, Egill fékk hana trekk í trekk og flestir fjölmiðlar settu af stað Evu-fár. Facebook-fjöldinn átti ekki orð yfir hrifningu sína á franska félaganum.

Hvað svo?

Þá kom í ljós að Herr Steingrím var ekki að fíla Evu. Mjög líklega vegna þess að Frau Jóhanna var ekki að skilja línuna. Herr Steingrím hlýðir Frau Jóhannu í öllu. Því var stefnunni breytt hið snarasta og allt í einu varð Eva Joly persona non grata. Kannski vegna þess að hún sagði eitthvað af viti. Facebook-fjöldinn byrjaði að dissa Evu Joly og fann henni allt til foráttu þrátt fyrir alla hennar baráttu. Og meira að segja Herr Egill hefur afneitað henni með þögninni. Goggunarröðin í þessu nýja Íslandi er skemmtilega galin.

Góða skemmtun. Var einhver að tala um Control-Alt-Delete?

Helgi (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 02:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband