Samfylkingarfóstbræður í tvöföldu plotti

Róbert Marshall og Björgvin G. Sigurðsson þingmenn Samfylkingarinnar eru standa að tvöföldu plotti sem þeir telja sig ekki geta annað en grætt á. Fyrri fléttan, sem unnin er í verktöku fyrir Össur, er að efna til átaka við Vinstri græna til að hafa á hraðbergi ástæður fyrir stjórnarslitum þegar tímasetningin er rétt.

Seinni fléttan er tvíleikur félaganna með forystu Sjálfstæðisflokksins um að fella ríkisstjórnina og fá í staðinn gott í skóinn. Forysta Sjálfstæðisflokksins er orðin sérstaklega áhugasöm að fella ríkisstjórnina til að létta af þrýstinginn á að halda landsfund þar sem Bjarni Ben. fengi mótframboð í formannsstól.

Mál sem Róbert og Björgvin G. ætla að nota í tvöfalda plottinu er flutningur Landhelgisgæslunnar í kjördæmi félaganna, Suðurnes. Ögmundur innanríkis hefur sagt það sé of dýrt. Fyrir helgi gangrýni Róbert Ögmund og í dag bloggar Björgvin G. gegn Ögmundi.

Pælingin hjá félögunum tveim, sem hafa plottað saman frá ungliðadeild Alþýðubandalagsins, er að vinna málið þannig að jöfnum höndum sé hægt að nota það af hálfu Samfylkingarinnar gegn Vinstri grænum í ríkisstjórnarsamstarfinu eða gegn ríkisstjórninni í heild.

Þriðji plúsinn fyrir félagana er að í gera sig gildandi í á Suðurnesjum í væntanlegum kosningum en hvorugur er stendur sterkt það, Björgvin G. er uppsveitarmaður í Árnessýslu og Róbert Eyjamaður.

Rotturnar forða sér úr sökkvandi ríkisstjórnarfleytunni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri svo sem eftir "eðalkrötunum" tveimur að nota svona dýrt, ópraktískt og óskynsamlegt mál til þess að rífast í Ögmundi yfir. 

Þetta "skapar" ekki störf.  Þetta eykur kostnað almennings við afskaplega mikilvæga þjónustu og eykur óhagræði fyrir þá sem vinna þessi störf nú.

Alveg dæmigert fyrir þessa tvo kratasnillinga.  

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 19:35

2 identicon

Ég á erfitt með að trúa því að jafnvel þessir tveir færu að flagga svo heimskulegu máli og jafn augljósu kjördæmapoti í hönnuðum aðdraganda stjórnarslita.

Við erum með ca. hálfa landhelgisgæslu miðað við þarfir og þessi helmingur þarf að leigja út meira en helminginn af því sem hann hefur úr að spila til verkefna erlendis vegna þess að það er verið að eyða rekstrarfé Gæslunnar í tilgangslausar aðlögunarviðræður við ESB (útleiga svo það "þurfi" ekki að segja upp mannafla og glutra niður uppsafnaðri reynslu stofnunarinnar).

Á þessum tímapunkti er lagt til að 700 milljónum - sem vel mætti nota til að leigja þriðju þyrluna - verði varið til að framkvæma flutning sem þjónar takmörkuðum tilgangi (þ.e öðrum en kjördæmapoti) ef ekki á að auka umsvif Gæslunnar sem ekki stendur til í bráð.

Ég læt ósagt með Björgvin en ég trúi ekki að Róbert Marshall sé svo vitlaus.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 19:52

3 identicon

Margur heldur mig sig. 

Hvað fékk þingmaður Heimssýnar í skóinn fyrir að greiða atkvæði með íhaldinu. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 19:53

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvað fékk hann í skóinn Jón Óskarsson?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.4.2011 kl. 20:11

5 identicon

Þér finnst það auðvitað alveg út í hött að þingmenn skuli vilja gera eitthvað til lausnar þeim gríðarlega vanda sem við er að etja í atvinnumálum á Suðurnesjum!

Það hefur verið lenska á Alþingi þegar atvinnuleysið ber þar á góma að stjórnarþingmenn Suðurkjördæmis þegja næfurþunnu hljóði nema e.t.v. Björgvin. Margir bundu verulegar vonir við Oddnýju Harðardóttur og Atla Gíslason en þvílík vonbrigði!

Og 6. júní næstkomandi verða 3 ár liðin frá því að Oddný þessi tók fyrstu skóflustunguna að álveri í Helguvík! Hvernig ætlar hún að halda upp á það?

Sigurður J Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 21:27

6 identicon

Það er ekki til mikils mælst Sigurður að þetta "gera eitthvað" innihaldi svona örlítið, pínulítið, oggolítið gramm af skynsemi.  ..Eða eitthvað sem líkist fyrirbærinu skynsemi.

 Ef það er þá hlutverk pólitíkusa að "skapa" störf eins og Steingrímur J segir!

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 21:36

7 identicon

Af hverju skrifaði ríkisstjórnin undir margsvikinn stöðugleikasáttmála ef hún hafði ekkert um það að segja að verkefnin yrðu að veruleika sem þar eru nefnd? Af hverju lofa menn einhverju sem þeir geta ekki efnt? Af því að þeir eru í pólitík eins og umhverfisráðherrann myndi orða það?

Sigurður J Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 21:48

8 identicon

Flutningur á Landhelgisgæzlunni er varla gamalt kosningamál neins flokks, hvað sem um einstaka þingmenn má segja, og ekki er honum lofað í stjórnarsáttmálanum. Ef hægt væri að sprengja ríkisstjórnina með svo vitlausri sjálfsíkveikju, getur hún víst fuðrað upp út af engu.

Ríkisstjórnin hélt fund í Reykjanesbæ 9. nóvember 2010 og lofaði öllu fögru í atvinnumálum svæðisins. Síðan hefur fjölgað á atvinnuleysisskrá í bænum um 140, 20 hafa hrökklazt burt og aðrir 20 sagt sig til sveitar. Hlutfall atvinnulausra hefur breytzt úr 12,7% í 14,5%. Ætli sé ekki mikilvægast fyrir atvinnustigið, að stjórnin haldi ekki fleiri fundi á þessum slóðum!

Sigurður (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 21:53

9 identicon

Þegar sjónvarp RÚV sagði frá þeirri ótrúlegu staðreynd, að atvinnuleysi á Suðurnesjum hefði aukist á þeim tíma sem liðinn væri frá fundi ríkisstjórnarinnar, þá ræddi Ægir Þór Eysteinsson fréttamaður við einn mann: Friðjón Einarsson, forystusauð Samfylkingar í bæjarstjórn Reykjanesbæjar og stuðningsmann ríkisstjórnarinnar!

Fráleitur fréttaflutningur af þessu tagi er langt í frá einsdæmi, þegar brýnustu málefni Suðurnesja eru annars vegar.

Sigurður J Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.4.2011 kl. 22:20

10 Smámynd: Elle_

Málið snýst ekki fyrst og fremst um peninga og vinnu manna á Suðurnesjum þó það sé gott að þeir hafi vinnu.  Málið snýst um öryggi.  Og alls ekki um frama stjórnmálamanna.  

Elle_, 30.4.2011 kl. 23:31

11 Smámynd: Elle_

Og ég var að meina Landhelgisgæsluna, ekki álverið í Helguvík.  Og jú, menn lofa e-u og ljúga og svíkja vegna þess að þeir eru í pólitík víst, með örfáum undantekningum.    

Elle_, 30.4.2011 kl. 23:47

12 identicon

Atvinnuleysi á Suðurnesjum mældist í marz síðast liðnum 14,5%, langt yfir landsmeðaltali, og hafði aukizt merkjanlega eftir afskipti ríkisstjórnarinnar í nóvember síðast liðnum. Hvert framfaramálið á fætur öðru hefur tafizt eða strandað endanlega á afskiptum ríkisins, eins þótt ekki væri ætlazt til neinna fjárframlaga frá því. Á heimaslóðum fjármálaráðherra á Norðurlandi eystra, svo að dæmi sé tekið,  mældist atvinnuleysi á sama tíma 6,6%, sem vissulega er blóðugt, og þar leggur ríkið nú til málanna ábyrgð á ótöldum milljörðum króna í Vaðlaheiðargöng. Svona hefur saga Suðurnesja áratugum saman verið, olnbogabarn þjóðarinnar, miðað við úrlausnir stjórnmálamanna þar og hins vegar í örðum landshlutum. Það er óþolandi, og þingmenn Samfylkingarinnar, sem þessi árin bera ábyrgð á meira atvinnuleysi og meiri fátækt en nokkru sinni fyrr í þessu héraði, eru alls óverðugir að slá neinar pólitískar keilur. Þau eru öll þrjú handónýt sem stjórnmálamenn!

Hemild: http://www.vinnumalastofnun.is/files/mars%2011_1800415585.pdf 

Sigurður (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 01:32

13 identicon

Og ekki má gleyma þeirri konu, sem beit höfuðið af skömminni, með því að hæðast að atvinnuleysinu á Suðurnesjum: Nýlega sagði Svandís Svavarsdóttir ráðherra VG eldfjallagarð á Reykjanesi geta skaffað jafnmikla atvinnu og álver, því að slíkt gæfist svo vel á Hawaii! Þar hefur logað eldur árum saman, á Suðurnesjum sem betur fer ekki í langdrægt þúsund ár. En nú þegar er þjóðgarður á Reykjanesi, sem eftir mörg ár - þótt góður sé - hefur ekki reynzt þess megnugur að skaffa nánast neina atvinnu. Vonandi bera allir Suðurnesjamenn gæfu til að kjósa ekki flokksnefnu, sem á þennan hátt sýnir erfiðleikum þeirra fyrirlitningu.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.5.2011 kl. 01:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband