Alþjóðlega leiðin úr kreppunni er íslensk

Þegar hagkerfi lendir í kreppu þar sem fer saman skert samkeppnishæfi og atvinnuleysi er til ein alþjóðlega viðurkennd aðferð út. Það er að fella gengi viðkomandi hagkerfis til að bæta samkeppnisstöðu þess.

Þetta er hagfræði 101 sem Egill Helgason skilur ekki og kallar íslensku leiðina úr kreppunni.

Egill vill fremur fara sérevrópsku leiðina út úr kreppunni sem Írar, Grikkir og Portúgalar fara. Hún felst í því að lokast inni á stóru myntsvæði með varanlega skerta samkeppnishæfi og vera upp á náð og miskunn ríkra nágranna kominn með niðurgreidd lán. 

Sérevrópska leiðin veldur varanlegri kreppu á jaðarsvæðum myntsvæðisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðan hvenær eru skoðanir Egils Helgasonar á hagfræði fréttaefni?

Hafa þær einhverja vigt?

Gaspur einhverra fjölmiðlakjána er tekið sem alvarlegt fréttaefni!

Ekki er að undra að illa sé komið fyrir Íslendingum.

Karl (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 16:22

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Stórfenglegt að lesa jákór Egils þarna. Gráta þeir forna frægð og gengis Baugsáranna. Allt Davíð að kenna. Allt að fara á kartöfluætustig gömlu sovétrikjanna.  Ladaná leiðinni inn Game overinn á leið út. Viðmiðin hápunktur fyllerísins þegar fólk tróðst undir fyrir utan Toy'rUs til að kaupa plast tila að friða vanrækta og vitfirrta æsku.

Ó að þeir tímar kæmu nú aftur. Hvar ertu Jón Ásgeir? Hvar ertu Björgúlur? Heyr bæn vora!

Áhvaða plánetu býr þetta fólk, spyr ég?  

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 23:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband