Verslunin, öfgarnar og lífskjörin

Verslun á Íslandi er þeim öfgum brennd að fjárfesta eins og auðmaður í vímu en borga kaup sem dugir ekki fyrir lágmarksframfærslu. Afleiðingin hefur orðið sú að Pólverjar eru helsti starfskrafturinn í steypuhöllum íslensku verslunarvitringanna.

Þegar almenningur sættir sig ekki lengur við álagningu sem má helst kenna við okur óttast kaupmenn með 2007 hugarfar að lífskjör verði hér sambærileg við starfsfólk verslana - pólsk.

Fjárfestingafyllerí verslunarinnar á liðnum árum bættu ekki lífskjör hér á landi. Timburmenn verslunarinnar munu ekki skerða lífskjörin.


mbl.is Ísland nálgast Austur-Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Á lífskjaralista Sameinuðu Þjóðanna eru Íslendingar nú (þrátt fyrir allt) í 17. sæti og hafa aðeins sigið um 4-5 sæti við "hrunið".  Pólverjar eru hinsvegar í 39 sæti og hafa löngum verið um það bilið.

Hvaðan hefur þessi "formælandi" upplýsingar sínar spyr ég?  

Það er skarplega athugað hjá þér að á sama tíma og þeir kvarta yfir að fólk sýni aðhald á óvissutímum og verslar ekki glingur og drasl á uppsprengdu verði, þá eru þessir menn slétt ekki tilbúnir í að játast á betri laun fyrir mannskapinn.

Þeir segjast "tapa" 500 milljónum á rekstrinum þegar samdrátturinn verður um þessa upphæð miðað við gullárin.   Ef þetta er virkilega tap, þá ættu þeir náttúrlega að loka þessu í hvelli og væru búnir að því.  Ekki myndi ég gráta það svosem.

Spuninn er víða...ég segi ekki annað. 

Jón Steinar Ragnarsson, 29.4.2011 kl. 07:46

2 identicon

Eðlilegt að verslunin dragist saman. Mjög gott að fólk kaupi minna af óþarfa. Auðvitað verður hrun í versluninni og margir verða að hætta í þeim bransa, enda var algert brjálæði hvernig offfjárfestingin var í verslun og viðskiptum fyrir hrun. Hallirnar og mollin á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni hefðu passað fyrir 3 milj. þjóð, en ekki fyrir 300 þús manna þjóð. ég held það muni borga sig að rífa af þessum óþarfa byggingum, þá þarf alla vega ekki að kynda þær eð viðhalda þeim.

Er nokkuð voðalegt þótt við færumst niður á það sem var upp úr 1980 í lífskjörum? Þá var jöfnuðurinn meiri, fólk ók um á Fiat, Skoda, og Trabant, og var miklu ánægðara en í dag, akandi um á dýru jeppunum sem eyða ókjörum af rándýru eldsneyti.

Smátt er gott! Munum það!

Óli (IP-tala skráð) 29.4.2011 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband