Flokkshagsmunir Samfylkingar ofar kjarasamningum

Samfylkingin gerir ráð yfir kosningum fyrr en seinna. Með steindauða ESB-umsókn er kvótakerfið eina fyrirsjáanlega kosningamálið sem Samfylkingin getur nýtt sér til framdráttar. Flokkurinn er ekki tilbúinn að liðka fyrir kjarasamningum með því að ,,loka" kvótamálinu til lengri tíma.

Þegar flokkshagsmunir og þjóðarhagsmunir rekast á er Samfylkingin sér á báti.


mbl.is Líkur á langtímasamningi minnka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Bæði sér og ein á báti neglulausum.

Helga Kristjánsdóttir, 16.4.2011 kl. 00:23

2 Smámynd: Viggó Jörgensson

Hagsmunir Íslendinga

eru ekki hagsmunir Samfylkingarinnar og öfugt. 


Viggó Jörgensson, 16.4.2011 kl. 01:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Er líklegt að kvótamálið verði þeim til framdráttar ef skoðuð eru markmið þeirra með þeim gerningi?  Þ.e. að færa ESB allt saman á silfurfati. Á þetta hefur verið bent og sýnt fram á með afgerandi hætti og eins og þú hefur bent á hefur frekjudollan hún Ólína Þorvarðar viðurkennt að þetta er liður í innlimunarplottinu.

Ég er undrandi á að menn geri sér ekki mat úr þessu. Er LÍÚ kannski komið á evrópugaleiðuna líka? Hvílíkt Dilemma væri það?

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 01:23

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég á við hvort þér þyki það ekki skjóta skökku við ef LÍÚ hefur tögl og haldir innan SA að þeir skuli berjast gegn frumvarpinu sem er meginforsenda inngöngu en formaðurinn fyrir því að komast inn?

Eru þetta tómir idjótar?  Þeir setja það sem forsendu að samið sé að frumvarpinu verði slátrað. Mál sem kemur verkalýðnum ekkert við en þeir nota þó þetta tækifæri til að beita aflsmunum til að kúga þetta fram. Samhliða álykta þeir að okkur sé best borgið í sambandinu?

Páll...finnst þér eitthvað vit í þessu? Hvað gengur mönnum til? Vilja þeir ekki hafa þjóðina með sér í þessu andófi eða ætla þeir sér að afsala réti sínum til Evrópusambandsins?

Er ekki betra að láta eins og menn og semja og freista þess að hafa þjóðina með sér, vitandi hvers hún er megnug? Fólk gerir þessa tengingu milli LÍÚ og samninganna. Fólk veit að þeir hafa tekið samningana í gíslingu til að fá frumvarpið fellt sem lausnargjald.

Ef þeir vitkast ekki og drulla sér að borðinu á morgun, þá eru þeir búnir að tapa þessum slag. Því get ég lofað þér.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 02:24

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Við munum öll tapa. Óafturkræft.

Jón Steinar Ragnarsson, 16.4.2011 kl. 02:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband