Aðalráðgjafi Jóhönnu Sig. og íslenski stjórnunarstíllinn

Hrannar B. Arnarson er aðalráðgjafi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hrannar fór eins og margir ungir og upprennandi í MBA-nám og skrifaði færslu á því herrans ári 2007 um námsferð til íslenskra útrásarfyrirtækja í Bretlandi. Þar hampar Hrannar íslenskum stjórnunarstíl

Þegar haft er í huga að íslensku útrásarfyrirtækin standa andspænis stofnanavæddu “nýlenduskipulagi” bresks efnahagslífs er maður ekki undrandi á að “íslenski stjórnunarstíllinn” nái yfirhöndinni. Þessari staðreynd eru æ fleiri að átta sig á og þess vegna sækjast æ fleiri eftir samvinnu og viðskiptum við íslensku útrásarfyrirtækin. “Íslenski stjórnunarstíllinn” nýtur orðið trausts og vinsælda og mun sjálfsagt komast í tísku áður en langt um líður. Það má því með góðu móti halda því fram að nýjasta og mikilvægasta útflutningsvara okkar Íslendinga sé stjórnunarþekking.

Þökk sé netinu og amx.is er hægt að rifja upp ummæli íslensks afburðafólks á tímum útrásar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er engin eftirspurn eftir þessari afurð,afburðastjórnenda.

Helga Kristjánsdóttir, 1.4.2011 kl. 13:37

2 identicon

Þetta er bara samfylkingin.  Svo einfalt.

Hvernig gat Jóhanna fundið svona "vel" menntaðan mann og heiðarlegan sér til "stuðnings"?

..Það getur varla verið mikið mannvalið.

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 13:38

3 identicon

Jóhanna hefur séð að henni væri ekki stætt á að munstra Jón Ásgeir sem aðstoðarmann sinn,.. svo að næstbesta mannvitsbrekkan fékk djobbið... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:21

4 identicon

Þessi skrif aðstoðarmannsins eru bráðskemmtileg.

Mér er sagt að þessi maður sé einn sá valdamesti á Íslandi.

Merkilegt að sjá að hann kann ekki íslensku:

mér finnst vel meiga kalla þessu nafniþáttaka þeirrafífldyrfska

mannaflan

Varla er að undra hvernig komið er fyrir þjóðinni með þetta fólk við stjórnvölinn.  

Rósa (IP-tala skráð) 1.4.2011 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband