Irskt Icesave veldur þjóðargjaldþroti

Írar tóku skuldir óreiðubanka upp á sína arma og stefna í þjóðargjaldþrot. Írar, sem eru í Evrópusambandinu og með evru, áttu óhægara um vik en Íslendingar að láta banka sína í gjaldþrot þegar ljóst var að rekstur þeirra var í komin í þrot.

Viðskiptablaðamaðurinn Jeremy Warner á Telegraph bendir á að fyrirsjáanlegt gjaldþrot Íra mun hafa í för með sér afleiðingar til lengri tíma, jafnvel áratuga, þar sem lántökukostnaður írska ríkisins verður mun hærri en kostnaður þeirra ríkja sem ekki fara í gjaldþrot.

Ísland komst hjá afdrifum íra með neyðarlögunum 2008 og aftur þegar þjóðin sagði nei við Icesave II í fyrra. Eftir rúma viku verðum við enn að segja nei við Iceave til að forða okkur frá örlögum Íra.


mbl.is Fjórir írskir bankar þurfa 24 milljarða evra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Örlög Íra,þyngri en tárum taki, athuga hvort ég á efni í Irishcoffe,svona     létta á fyrir loka slaginn. Aldrei verið svona  NEI,kvæð með bros á vör (-:

Helga Kristjánsdóttir, 31.3.2011 kl. 22:31

2 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ég bara vil ekki trúa því að meirihluti Íslendinga séu svo heimskir að segja já við Icesave.

Sigurður I B Guðmundsson, 31.3.2011 kl. 22:32

3 identicon

Írar eru að fatta að það var ekkert réttlátt, sanngjarnt né siðferðisleg skylda (SIC) þeirra að taka á sig skuldaklafa banka - þeir dauðöfunda okkur að geta kosið um það hvort við viljum taka á okkur frekari skuldbindingar vegna kerfishruns bankanna.

By guaranteeing all their liabilities in the autumn of 2008 Irland turned the bloated liabilities of the swollen banks into public sector debt. So some of the guilty parties, namely the wholesale creditors of Ireland's banks - including banks and investors in Germany, France, Spain and the UK - have got away without taking their share of losses. All those losses have fallen on Ireland's citizens, who are not blameless for the mess (they didn't have to borrow too much) but aren't the only ones at fault. If Britain's banks had gone bust to the same extent, British taxpayers would have invested something like £700bn in them - or more than 10 times what we actually invested in Royal Bank of Scotland, Lloyds, Northern Rock and Bradford & Bingley.

http://www.bloomberg.com/news/2011-03-30/bank-of-ireland-two-smaller-banks-said-to-need-12-7-billion-of-capital.html

Ireland's central bank and new government will confirm on Thursday that the hole in the country's banks is even wider, deeper and darker than seemed to be the case last November, when those bust banks forced the country to go with a begging bowl to the European Central Bank (ECB) and the International Monetary Fund (IMF) for 67.5bn euros (£59bn) of rescue loans.

http://www.bbc.co.uk/blogs/thereporters/robertpeston/2011/03/the_unbelievable_truth_about_i.html

Og aðeins varðandi CDS álag....Ireland is the Leeds United of the European financial markets and, when we default, it will be just like relegation:

http://www.davidmcwilliams.ie/2011/03/28/playing-the-relegation-game

Hólmsteinn Jónasson (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég átti alveg stórfurðulegt samtal í dag við manneskju sem virtist algjörlega heilaþvegin af því að samþykkja beri lög um ríkisábyrgð vegna IceSave. Samtalinu lauk með því því að ég mátti þola aðdróttanir um meint gáfnafar eða skort á því, og að ég væri furðufugl vegna þess að ég vil ekki taka að mér að borga skuldir Landsbankans.

Og þetta lið vogar sér að kalla þá sem vilja hafna samningnum öfgamenn!

Ef eitthvað er styrkti þetta mig í þeirri trú að afstaða mín sé skynsamleg.

Setning dagsins: "Guð blessi Írland!"

Guðmundur Ásgeirsson, 1.4.2011 kl. 01:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband