Trú, von og krónan

Fjármálamarkađir tikka eftir tiltrú. Um daginn tók Tim Geithner fjármálaráđherra Bandaríkjanna undir sjónarmiđ um ađ alţjóđleg mynt gćti veriđ í sjónmáli - samstundis féll dollarinn gagnvart öđrum gjaldmiđlum. Evran hreyfist upp og niđur eftir yfirlýsingum stjórnvalda í Berlín og París.

Íslenska krónan hefur mátt búa viđ stöđuga ágjöf frá stjórnmálamönnum og forstjórum um langa hríđ. Heill stjórnmálaflokkur, raunar sá stćrsti í síđustu kosningum, stundar linnulausar árásir á krónuna og ţar fer viđskiptaráđherra fremstur í flokki. Forstjórar atvinnufyrirtćkja kenna krónunni um lélega afkomu og komast ţannig upp međ afsakanir sem hvergi á byggđu bóli yrđi hlustađ á.

Krónan ţjónar sínu hlutverki vel. Hún endurspeglar stöđu ţjóđarbúsins og hagkerfisins. Íslensk stjórnvöld keyrđu ríkisfjármálin í ruslflokk. Atvinnulífiđ er í öndunarvél eftir ađ bófaflokkur kenndur viđ útrás fór höndum um stór og smá fyrirćki.

Krónan er fyrir íslenskt efnahagslíf ţađ sem lýđrćđiđ er fyrir stjórnmál - međ sínum göllum en ţađ besta sem völ er á.

 


mbl.is Fáum í atvinnulífinu hugnast haftaáćtlun Seđlabankans
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í kjölfar hryđjuverkalaganna ţurfum viđ skilgreiningu á hugtakinu viđskiptaóvild.

http://is.wikipedia.org/wiki/Viđskiptavild

Elín Sigurđardóttir (IP-tala skráđ) 30.3.2011 kl. 08:08

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband