Einelti sem fjárkúgun

Starfsmaður Seltjarnarnesbæjar teflir fram 27 tilvikum um einelti gagnvart sér. Matsmenn á vegum starfsmannsins finna rök fyrir þrem tilvikum. Starfsmaðurinn krefst skaðabóta á þeim grundvelli.

Hér virðist einsýnt að starfsmaður þjakaður af ofsóknarbrjálæði ætlar að beita bæjarfélag fjárkúgun.

Eru engin lög í landinu sem verja almannafé fyrir ásókn kverúlanta?


mbl.is Hafna kröfum Ólafs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var Al Capone ekki tekinn fyrir skattalagabrot? Það mætti halda að allir hafi verið þjakaðir af ofsóknarbrjálæði í kringum hann.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 08:51

2 identicon

Þó að það væri ekki NEMA EIN ÁSTÆÐA þar sem viðkomandi var beyttur einelti þá er það nóg. Þetta sýnir það og sannar en einu sinni  hvað bæjarfulltrúar eru meðvirkir þar sem þeim er fyrirmunað að taka á þessu máli.Eina sem þeir benda viðkomandi þolanda á er að fara í  mál.  Það eru mikil framför hjá pistlahöfundi að viðurkenna þrenn tilvik miðað við hvernig hann skrifaði um þetta mál í sínum fyrri pistli.  Ég vona að pistlahöfundur hafi aldrei lent í einelti, hvorki sem þolandi né gerandi. En hans skrif markast mjög af því hversu blindir menn eru fyrir þessum málum. Það er eins og hann sé alltaf með hausinn stunginn í sandinn.

thin (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 13:56

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Einelti getur ekki samkvæmt skilgreiningu verið eitt, tvö eða þrjú tilvik. Einelti er þróun með röð atvika. Ágreiningur, deilur, hnjóðsyrði og sambærilegar uppákomur á vinnustað falla ekki undir skilgreiningu á einelti. Með því væri verið að þynna út eineltishugtakið og við það yrðu einstaklingar sem sannanlega verða fyrir einelti berskjaldaðir.

Páll Vilhjálmsson, 26.3.2011 kl. 16:03

4 identicon

Er ekki bloggritari blaðamaður ?? En gefur sig út fyrir út fyrir  að  vera sérfræðingur í eineltismálum ?? Sérfræðingar sem vinna m.a. við eineltismál finna út að í ÞREMUR tilvikum var viðkomanadi beyttur einelti. Þá hafa viðkomandi örugglega farið eftir s.k. skilgreiningu á hugtakinu einelti. Burt séð frá því þá standa öll spjót á bæjarstjórn sem með framferði sínu er að reyna með aumlegum hætti að klóra yfir misgjarðir bæjarstjórans með útþynntri samþykkt.  Því miður þá þarf ekki að hafa fleiri orð um þetta þar sem viðkomandi bæjarstjórn gengur öll í sama takti hjólbeinótt og illa lyktandi eftir að hafa gert herfilega í sig. 

thin (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:56

5 identicon

"Eru engin lög í landinu sem verja almannafé fyrir ásókn kverúlanta?"

 Því miður eru engin lög sem vernda almenning fyrir kverúlöntum, enda væri þá löngu búið að stinga þér inn Páll "blaðamaður" á ekki baugsmiðli.... 

aha.... (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband