Bretar móðga Ísland vegna Icesave

Fréttir um að Bretar hyggjast ekki bjóða þjóðhöfðingja Íslands í konunglegt brúðkaup í sumar eru lesnar í samhengi við það að Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýðveldisins tók almannahagsmuni fram yfir hagsmuni alþjóða bankakerfisins sem hvarvetna reynir að gera skattgreiðendur ábyrga fyrir fjárglæfrum  bankamanna.

Íslendingar gjalda Bretum rauðan belg fyrir gráan og fella Icesave-samninginn þann 9. apríl.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Frímann Jónsson

Þú ert fábjáni. Ástæða þess að engum þjóðhöfðingja er boðið í þetta brúðkaup er sú staðreynd að Prins William er ekki ríkisarfi.

Obama er ekki einu sinni boðið í þetta brúðkaup. Þó er það merkilegri maður heldur en Ólafur Ragnar, Forseti örríkisins Íslands.

Jón Frímann Jónsson, 25.3.2011 kl. 16:23

2 identicon

Láttu nú ekki svona, Páll.

Auðvitað fellum við Icesave.

En það kemur þessari vitleysu varðandi brúðkaup þessa ömurlega fólks og forsetadrusluna ekkert við.

Karl (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 16:41

3 Smámynd: Björn Birgisson

Það er allt í lagi að skjóta yfir markið af og til!

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 17:07

4 identicon

ég var búinn að vera bæði hrár og soðinn með þetta Icesave - hallaðist svona frekar að jáinu, en nú er útséð með að það kemur ekki til greina - NEI-ið hér með ákveðið !

- Jón Frímann, þú ert dóni. -Karl,gættu tungu þinnnar, þú getur bara talað svona um bílinn þinn !!

Neii (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:25

5 identicon

Heill og sæll Páll; sem aðrir gestir, þínir !

Jón Frímann !

Margir vita; um staðgóða þekkingu þína, á jarðfræði - sem náttúru hamförum ýmsum, en gjarnan kysi ég, að þú bæðir Pál afsökunar, á þeirri óþarfa nafngift, sem þú skenktir honum, í upphafi máls þíns.

Því; enginn fábjáni ert þú, að mínu mati, þó svo; okkur greini á, um margt.

Karl !

''Forsetadruslan''; sem ég hefi löngum verið andvígur, sökum fyrri ferils síns (í stjórnmálunum), verðskuldar miklu fremur, sæmd mikla, fyrir þann kost, sem hann gaf/ og hefir gefið landsmönnum, til þjóðar atkvæða greiðslna, eins og kunnugt er.

Nokkuð; sem fæstir hans fyrirennara nýttu sér - þó; allmörg tilefnin hafi verið til, á umliðnum áratugum, ágæti drengur.

Um; sýndar Konungsríkið Stóra- Bretland, og fremstu persónur, þar í hlutverkum, kýs ég að hafa, sem fæst orð, ágætu skrifarar og lesendur.

Með beztu kveðjum; sem jafnan /

Óskar Helgi

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 17:47

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

...ég bíð eftir staðfestingu frá Buckingham-höll um að þetta sé ekki konunglegt brúðkaup og ég sé fábjáni. Ég læt ykkur vita þegar svar berst.

Páll Vilhjálmsson, 25.3.2011 kl. 18:32

7 identicon

Það er óskandi að tilgáta Páls reynist rétt... 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 20:19

8 Smámynd: Björn Birgisson

"Íslensku forsetahjónunum er ekki boðið til brúðkaups Vilhjálms prins í Bretlandi og Kate Middleton sem fram fer í Westminster Abbey í Lundúnum 29. apríl. Fjölda þjóðarleiðtoga er boðið til athafnarinnar en flestir koma frá ríkjum breska samveldisins eða tengjast konungsfjölskyldunni blóðböndum.

Vigdísi Finnbogadóttur þáði á sínum tíma boð í brúðkaup Karls og Díönu, foreldra Vilhjálms, en sá munur var á að þá – líkt og enn – var Karl ríkisarfi. Sessunautur Vigdísar við athöfnina var Nancy Reagan, þáverandi forsetafrú Bandaríkjanna." Segir visir.is

Björn Birgisson, 25.3.2011 kl. 20:43

9 identicon

Þeir ættu kannski frekar að bjóða borgarstjóranum okkar, Jóni Gnarr.

Það gæti vantað hirðfífl.

Aðalsteinn (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 09:38

10 identicon

Stundum er gott að halda sér við staðreyndir.  Ástæðan fyrir því að ÓRG er ekki boðið er vegna þess að þetta er ekki brúðkaup ríkiserfingja.  Þetta er einungis brúðkaup innan bresku konungsfjölskyldunnar og ákveðinn prótókoll gildir um gestalistann.  Karl var ríkiserfingi þegar hann kvæntist og aðrar reglur giltu um gestina í því tilfelli.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 21:23

11 Smámynd: Björn Birgisson

Páll! Ertu búinn að fá svar?: "...ég bíð eftir staðfestingu frá Buckingham-höll um að þetta sé ekki konunglegt brúðkaup og ég sé fábjáni."

Björn Birgisson, 26.3.2011 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband