Þjóðfélagsumræðan og þöggun auðmanna

Föllnu auðmennirnir freista þess að þagga umræðuna um hlut þeirra í hruninu. Pálmi Haraldsson kenndur við Fons gengur hvað lengst í þessum tilburðum og lögsótti fréttamenn RÚV. Dómur héraðsdóms er tjáningarfrelsinu í vil og auðmönnum í óhag. Ráðlegt er að bíða með fagnaðarlætin þar til Hæstiréttur fellir sinn dóm.

Viðskiptafélagi Pálma, Jón Ásgeir Jóhannesson, kenndur við Baug, hótar ítrekað málssókn gegn fréttamönnum og leikur þar sama leikinn og Pálmi.

Undarlegast er þó að Jón Ásgeir fær sérstaka heimild frá Landsbankanum að eiga óskert fjölmiðlaveldi sitt, 365 miðla, til að stýra umræðunni í þágu hagsmuna auðmannanna sem settu landið í þrot.


mbl.is Pálmi tapaði meiðyrðamáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekkert sem heitir undarlegt þegar samfylking og spilling fara saman.

Það er kallað "opin" stjórnsýsla...

jonasgeir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:15

2 identicon

Fölskyldu og einkalíf og tveir og hálfur milljarður horfin. Getur það verið að konan fari svona illa með? En í alvöru er það ekki pólutík sem gerir að svona fífl komast yfir svona peningaupphæðir án fyrirhafnar og láta þá hverfa á jafn einfaldan hátt. Það verður gaman að fylgjast með næstu Alþingis kosningum og sjá hvaða hirðfífl og auðnuleysinga þjóðin kýs yfir sig.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:41

3 identicon

Það er ekkert sem heitir undarlegt þegar VG og spilling fara saman. Bilun í vefbúnaði Smugunnar er ansi víðtæk.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 11:41

4 Smámynd: Adeline

Þetta virðast vera þeirra viðskipta hættir(J.Á. og Pálma ofl.), að lögsækja og eða kæra hverjum sem stendur á móti þeim , hvort það sé fyrirtæki í samkeppni eða fjölmiðlar sem eru þeim ekki að skapi.

Adeline, 22.3.2011 kl. 11:57

5 identicon

Til að komast hjá lögsókn ætla ég að vanda orðavalið hér. Það er mín persónulega skoðun, og er ég ekki að fullyrða um eitt né annað, að Svavar hafi rétt fyrir sér í sínum fréttaflutningu. Ég hef þá von að Hæstiréttur staðfesti þessa niðurstöðu.

Jón Flón (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 13:11

6 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Jón Flón er með´etta! 

Dómari í meiðyrðamáli getur dæmt ummæli dauð og ómerk, ef sýnt er fram á með meira en helmingslíkum að ummælin eru ósönn.

Dómara í meiðyrðamáli bera að sýkna sakborninga, ef sýnt er fram á að ummælin eru rétt með meira en helmingslíkum.

Þannig virkar þetta hér fyrir westan, tel líklegt að svo sé einnig í Héraðsdómi.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 22.3.2011 kl. 13:21

7 identicon

Ég vísa í Svavar Alfreð Jónsson:

Lesendur Fréttablaðsins borga ekkert fyrir blaðið. Samt kostar peninga að gefa það út. Það er prentað á pappír og bæði þarf að borga prenturunum og kaupa pappírinn. Blaðamennirnir sem skrifa í blaðið þurfa sitt kaup.

Fréttablaðið er kostað af mönnum sem eiga peninga. Þeir senda þér ekki þetta blað af góðmennskunni einni. Það er þeim mikils virði að þú lesir blaðið þeirra. Þess vegna eyða þeir peningunum sínum í það.

Fréttablaðið er ánægt með Sigurð Einarsson og auglýsir greinina hans á forsíðu.

Og sú ánægja er gagnkvæm.

Sigurður Einarsson kvartar sáran undan íslenskum fjölmiðlum. Þeir eru alltof grimmir.

Nema Fréttablaðið. Það er til fyrirmyndar, segir Sigurður Einarsson.

Eigendur Fréttablaðsins eru meðal þeirra sem tæmdu íslensku bankana innan frá. Til dæmis Landsbankann.

Þessa dagana nota eigendur Fréttablaðsins dágóðan hluta af hverju einasta tölublaði til að hræða íslenska þjóð til að taka á sig skuldir bankans sem þeir áttu þátt í að setja á hausinn.

Ég er ekki hissa á að margir segi nei takk.

-

Helgi (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 14:01

8 identicon

Góður Helgi (fyrir hönd Svavars að sjálfsögðu)

Björn (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband