Sódómískir viðskiptahættir

Viðtalið í inngangi umfjöllunar Kastljóss um samráð kortafyrirtækjanna við Halldór Guðbjarnason forstjóra Visa var kostulegt. Halldór sagði það hefði verið eins og að fá einhvern upp í rúm til sín þegar samkeppnisyfirvöld gerðu húsleit. Á daginn kom að rúmfélagi Halldórs var Ragnar Önundarson forstjóri ,,meints" samakeppnisaðila.

Bréfin sem fóru á milli Halldórs og Ragnars sýndu inn í gjörspilltan heim íslenskra viðskipta. Þeir félagar voru fyllilega meðvitaðir að sambandið þeirra á milli var ósiðlegt og ólöglegt enda fylgdu gagnkvæm tilmæli um að eyða samskiptunum.

Fuglar eins og Halldór og Ragnar eiga heima á bavið lás og slá. Það er beinlínis hlægilegt að niðurstaðan í málinu skuli vera sekt á kortafyrirtækin. Á meðan sódómistar íslensks viðskiptalífs sleppa jafn billega stunda þeir áfram iðju sína - aðrir borga.


mbl.is Skiptu markaðnum á milli sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Og enn á eftir að koma í ljós hvernig rannsóknin á Valitor fer, þar sem Höskuldur Ólafsson var við stjórnvöldin.

Gunnar Heiðarsson, 11.3.2011 kl. 07:11

2 identicon

"Leynd yfir fundum fjármálafyrirtækja. Fulltrúar banka, sparisjóða og kortafyrirtækja funda reglulega. Forstjóri Reiknistofu bankanna afhendir ekki fundargerðir." (Fréttablaðið 23. febrúar 2007:2).

http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=%20272864&pageId=3933920&lang=is&q=Reiknistofa%20bankanna

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 09:10

3 identicon

Við verðum að koma því í lög hér að þeir sem hafa verið dæmdir fyrir brot á samkeppnislögum fái ekki að vera í forsvari eða ábyrgir í fyrirtækjarekstri aftur.  Einnig þurfum við að koma í lög að þeir sem hafa sýnt óábyrga hegðun við rekstur fyrirtækja, þ.e. keyrt þau í þrot og þá ýmist meðvitað eða með verulega óábyrgum hætti, verði meinað að vera í forsvari fyrir eða ábyrgir fyrir fyrirtækjum.  Þessháttar lög er að finna í ESB, eitthvað gott getur nú komið þaðan.

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2011 kl. 17:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband