Þriðjudagur, 8. mars 2011
Vextir, olía upp og dalur niður= kreppa
Kreppa verður skollinn á í Evrópu og Bandaríkjunum eftir sex til 12 mánuði. Fjármálahrunið fyrir tveim árum fékk skottulækningu í formi peningaprentunar. Lánsfjárkreppan verður að raunhagkerfiskreppu þegar verðbólga fer af stað og þrýstir vöxtum upp.
Olíuverð mun haldast hátt vegna pólitískrar óvissu fyrir botni Miðjarðarhafs og verður eldsneyti fyrir verðbólguna. Skuldastaða ríkissjóðs Bandaríkjanna er svo slæm að eina leiðin út er gengislækkun dalsins með verðbólgu. Af því leiðir að bandarískir vextir gera ekki meira en að elta verðbólguna. Í Evrópu verður vaxtahækkunin meiri og mun gera Írum, Grikkjum, Portúgölum og líklega Spánverjum ólíft í evru-samstarfinu.
Til að undirbúa okkur undir vestrænu kreppuna, sem gæti orðið heimskreppa, eigum við á Íslandi að stíga varlega til jarðar og taka ekki á okkur byrðar í erlendum gjaldeyri. Við eigum að segja nei í þjóðaratkvæðinu 9. apríl.
Metveðmál gegn dal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er nefnilega nákvæmlega raunveruleikinn!
jonasgeir (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 09:54
Alveg frábær skýring á af hverju á að segja nei við Icesave !
Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 12:21
Þó eru ótal ástæður aðrar fyrir NEI-I
Helga Kristjánsdóttir, 8.3.2011 kl. 12:44
Þetta er fín samantekt á veigamestu efnahagslegu rökunum gegn IceSave. Fyrir NEI-inu eru samt fleiri rök, bæði tilfinningaleg og rökræn. Sterkustu rökin gegn samningnum eru samt um leið þau einföldustu:
Ríkisábyrð á innlánstryggingum er bönnuð á evrópska efnahagssvæðinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.3.2011 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.