Vinstrielítan á Íslandi: við erum ríkið

Ástráður Haraldsson er hluti af valdakjarna vinstrimanna sem fer með völdin á Íslandi. Afsögn hans sem formanns landskjörstjórnar í kjölfar úrskurðar Hæstaréttar um ógildingu stjórnlagaþingskosninga var flétta til að friðþægja almenning sem krafðist pólitískrar ábyrgðar á klúðrinu.

Nokkrum dögum eftir afsögnina er Ástráður kosinn í landskjörstjórn sem fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.

Vinstrielítan sem fer með lyklavöldin í stjórnarráðinu skeytir hvorki um heiður né skömm þegar völd eru annars vegar. 


mbl.is „Með hreinan skjöld“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma Steingrími Sjóvá Benediktssyni.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 12:02

2 identicon

Pinochet gamli einræðisherra Argentinu hefði verið ánægður með svona tæra snilld.

Dómsmálaráðherra sem gefur hæstarétti landsins puttann og ræður flokksgæðinginn AFTUR!! í sömu nefndina sem hann þurfti að segja sig úr vegna ábyrgðar á hundruð milljóna króna klúðuri,... ja það er dómsmála/innanríkisráðherra sem ekki er að láta lýðræðislega stjórnhætti rugla sig í ríminu.

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 12:05

3 identicon

Þetta er fullkomið hneyksli.

Hér ráða ríkjum valdasjúklingar sem lugu sig inn á þjóðina með fagurgala og loforðum um breytingar.

Þetta er sjúkt fólk.

Rósa (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 14:21

4 identicon

Búsáhaldabyltingin var skipulagt valdarán

Gunnar Rúnarsson (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 23:32

5 identicon

Þetta er misskilningur hjá þér Páll, hér er auðvitað verið að hrauna yfir hæstarétt, en eins og allir vita er honum stjórnað frá hádeigismóum. Það er hins vegar rétt hjá þér með vinstri elítuna, hún er alveg jafn valdasjúk og hægri elítan sem gerði þjóð vora gjaldþrota....

Arnar Hreiðarsson (IP-tala skráð) 3.3.2011 kl. 12:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband