Uppreisn í leit að farvegi

Í könnun Gallup neita 29 prósent að svara eða ætla að skila auðu. Uppreisn almennings gagnvart stjórnmálaflokkunum  hefur ekki fundið sér farveg. Litlar líkur er á því að annað kjánaframboð muni gera sig, Bestiflokkurinn eiginlega meira af því sama og lítið fútt þegar brandararnir gerast þreyttir.

Til leysa úr pattstöðunni í pólitíkinni er nauðsynlegt að starfandi stjórnmálamenn sýni þor og brjótist úr vítahringnum. Hér er ein tillaga: Lilja Mósesdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Guðfríður Lilja og e. t. v. Atli Gísla og Jón Bjarna kveðji svavarsdeildina í Vg og gangi til liðs við Framsóknarflokkinn sem aftur myndi skila Siv til Brussel, þar sem hún á heima, og Guðmundi Steingríms til Samfylkingarinnar.

Nýr flokkur vinstri- og miðjumanna myndi sópa til sín fylgi frá fullveldissinnum í Vg og Sjálfstæðisflokknum með hófstilltum málflutningi í hefðbundnum málaflokkum en afgerandi þeim mikilvægasta: Íslandi er best borgið utan Evrópusambandsins.

Við þurfum að hugsa út fyrir rammann, bræður og systur.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Oft lesið heimskulegri ályktun.

Árni Gunnarsson, 1.3.2011 kl. 20:22

2 identicon

Nú er bara að senda tillöguna til Lilju,Ásmundar,Guðfríðar,Atla, Jóns,Sifjar, og Guðmundar.Stöndum saman bræður og systur.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 20:32

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

mæli með þessu. var reyndar búinn að bera þetta upp. Það er töluvert af einstaklingum á þinginu sem mætti nýta. Flokka er ég á móti en þá ætti að banna.

Valdimar Samúelsson, 1.3.2011 kl. 20:42

4 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta er hugmynd en það þarf miklu meira og öflugra ef það á að breyta einhverju í þessu spillta landi. Ekki gleyma mætti LÍÚ og þeim tökum sem LÍÚ hefur á stjórnmálastéttina og bankanna.

Sigurður I B Guðmundsson, 1.3.2011 kl. 22:29

5 Smámynd: Gústaf Níelsson

Ertu ekki kominn framúr sjálfum þér Páll í barnalegum pólitískum bollaleggingum? Ég gæti hæglega skilgreint sjálfan mig sem fullveldissinna í Sjálfstæðisflokknum, en aldrei myndi ég láta mér detta það í hug að styðja blönduna, sem þú leggur til.

Blandan er baneitruð, af mörgum ástæðum. 

Gústaf Níelsson, 1.3.2011 kl. 22:48

6 identicon

Talsverð skynsemi í pistli Páls, en ég sé ekki alveg fyrir mér, að þessi bræðingur leysi vanda heimilislítilla hægri manna eða eigi framtíðina fyrir sér. Og þótt ég vildi feginn taka undir það, sem Gústaf segir, virðast minna en helmingslíkur á, að Sjálfstæðisflokkurinn beri gæfu til að hysja almennilega upp um sig brækurnar. Erfitt ástand. Persónukjör til Alþingis gæti ef til vill lagað það.

Sigurður (IP-tala skráð) 1.3.2011 kl. 23:12

7 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Tek undir með Gústafi, en bendi jafnframt á HÆGRI GRÆNA sem eru aldeilis
EKKI nein blanda, sbr. blogg mitt í dag! Þvert á blogg þitt ágæti Páll um þitt
mið/vinstri........

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 2.3.2011 kl. 00:38

8 identicon

Þetta er út af því hversu mikill sértrúarsöfnuður Samfylkingin er annars vegar, hennar fylgismenn segja bara "já" og "amen" við öllu sem yfirvöld þaðan segja, og hversu mikil dyramotta Samfylkingarinnar Vinstri Grænir eru orðnir hins vegar, en þeirra fylgismenn segja líka "já" og "amen" við öllu sem frá yfirvöldum Samfylkingarinnar kemur. Ég hafði mikla trú á Vinstri Grænum, og finnst sorglegt að sjá þá breytast í verri dyramottu en Framsóknarflokkinn þegar hann var upp á sitt versta. Ég er nú að gera upp við mig hvort ég eigi að svíkja alveg lit og kjósa Sjálfstæðisflokkinn bara til að losna við Samfylkingarstjórnina, sem ég treysti enn verr en stjórninni sem hún leysti af, sérstaklega gekk framganga hennar í Lýsingarmálinu framm af mér og þá sá ég ég hafði alls ekki kosið neina vinstristjórn, heldur stjórn sem var tilbúin að brjóta lög og hrækja á dóma Hæstaréttar svo lengi sem peningavaldinu þóknaðist, og að Samfylkingin er í raun mun hægrisinnaðri flokkur en jafnvel gamla íhaldið, hún er hér til að styðja peningavald, áður Baug, enda oft nefndur Baugsflokkurinn, og nú krýpur hún á kné fyrir bönkum innlendum sem erlendum, Lýsingu, Magma, sem er eitt af alræmdustu fyrirtækjum heims, frægt fyrir að arðræna fátækustu þjóðir veraldar, og auðvitað mesta einavinavæðingarvini heims, Alþjóða Gjaldeyrissjóðinum sjálfum. Ég hef ekki lyst á að kjósa slíkan flokk, en sé ekki það sé neitt skárra að kjósa dyramottu þeirra. Hreyfingin er ekki minn staður að öllu leyti, og því vil ég helst komast hjá því að kjósa hana. Besta Flokkinn hef ég kosið, en hefði ekki gert einnig hann myndi sýna tilhneigingar til að gerast Framsóknarleg dyramotta Samfylkingarinnar. Ég tel því líklegast, undarlegt en satt, að ég komi sjálfum mér og öllum öðrum á óvart með því að kjósa þann flokk næst sem ég hef alltaf haft minnst álit á allra flokka, nefnilega Framsókn. Málið er að allir sem ég kýs til að gera eitthvað róttækt, Vinstri Grænir og Besti Flokkurinn, virðast breytast í Samfylkingar dyramottur í anda gömlu Framsóknar...og Framsókn í dag er minnst dyramottuleg allra flokka. Sigmundur þorir að hafa sínar eigin skoðanir og virkar á mig eins og alvöru manneskja en ekki enn einn tækifærissinninn. Ég vildi þó heldur kjósa nýjan flokk og mun ef góður býðst. Svo er bara vona sá flokkur gerist ekki líka dyramotta, en þá er þessi þjóð einfaldlega búin að vera og best að flytja bara úr landi frekar en láta börnin sín lifa við hörmungar fasismans sem grasserar í andrúmslofti þar sem dyramottur og andlýðræðislegrar peningasleikjur ráða ríkjum, og mun taka hér við innan tíðar verði engar breytingar. Ég veit um hvað ég er að tala. Ég bjó á Spáni og veit hvernig Franco varð til og sé að samskonar skrýmsli mun fæðast hér ef við förum ekki að taka til.

Lýðræðinu allt. (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 01:30

9 identicon

Gústaf hefur rétt fyrir sér. Þeir sem eru ekki algerlega skertir trú á að fólk geti staðið á eigin fótum en vilja þó fá að halda Íslandi utan Evrópusambandsins mundu aldrei styðja vitleysinga eins og Ásmund og Lilju t.a.m.

sbr. nýjustu tillögu hennar Lilju um einhvern hátekjuskatt á fólk sem nennti að klára háskólanám af einhverju viti

Yeboah (IP-tala skráð) 8.3.2011 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband