Stjórnarskrárkeppni í RÚV

Stjórnlagaþing er gæluverkefni Samfylkingarinnar þótt aðrir hafi á sínum tíma mælt með því að efna til slíks þings. Ógilda kosningin frá í haust getur ekki orðið grundvöllur að stjórnlagaráði heldur verður að hugsa málið  upp á nýtt.

Alþingi fer með það hlutverk að breyta stjórnarskránni. Ef vilji er til að fá fleiri aðila til að gera tillögu um breytingu á stjórnarskránni er hægt að auglýsa útboð til áhugasamra og veita áhugahópum fjárstuðning til að setja saman texta.

Einnig væri hægt að vera með stjórnarskrárkeppni í RÚV með svipuðu sniði og sönglagakeppnin þar sem framlag Íslands til Júróvisjón er ákveðið.


mbl.is Stjórnlagaþingið getur beðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Hún er þegar í gangi í boði allra landsmanna.

Sindri Karl Sigurðsson, 26.2.2011 kl. 20:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband