Ógildir fulltrúar skila ógildri niðurstöðu

Fyrirfram er niðurstaða stjórnlagaráðsins ógild þar eð ráðið er skipað fulltrúum sem skipaðir eru samkvæmt kosningu sem dæmd var ógild af Hæstarétti. Lögmæti stjórnlagaráðsins er ekkert og umboðsleysið frá þjóðinni algert.

Alþingi mun afgreiða stjórnlagaráðið í ágreiningi. Yfirbragð stjórnlagaráðsins verður samkvæmt því; atvinnubótavinna handa þekktum skjólstæðingum Samfylkingarinnar.

Alþingi stendur til boða önnur leið sem sátt gæti orðið um; að velja með hlutkesti fulltrúa til setu í stjórnlagaráði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér skrifar einn af útsendurum klíkunar sem heldur sjálfstæðisflokknum saman !

Auðvitað vilja þeir ekki að venjulegur íslendingur geti gert annað en það sem sjálfstæðisflokkurinn og hans klíkur vilja !

Alltaf gott hjá þér Pa´ll Vilhjálmsson að sýna þitt rétta andlit , með hjálp vina þinna í sjálfstæðisflokknum !

Aumt er að sjá hvað þú getur lagst fyrir lítið !

JR (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:46

2 Smámynd: hilmar  jónsson

"Blaðamaðurinn" Páll verður grímulausari með hverjum deginum.

Hannes Hólmsteinn, Loftur Altice og Jón Valur hreinlega blikkna í samanburði við þennan öfgahægri mann.

En það er fínt að fá það fram eitt skipti fyrir öll af hvaða gerð Páll er.

Það kemur sannarlega vel fram í þessum oistli hans

hilmar jónsson, 24.2.2011 kl. 23:57

3 identicon

Venjulegt og eðlilegt er, þegar Alþingi kýs í nefndir og ráð, að það sé gert með hlutfallskosningu, svo að flest sjónarmið á þinginu eigi þar fulltrúa. Þess hefur einnig verið gætt við fyrri breytingar á stjórnarskránni eða tilraunir til þeirra, og yfirleitt hafa þær nefndir lagt mikið á sig til að vanda undirbúning, ná víðtækri samstöðu og fara gætilega. Allt þetta virðist nú hafa verið lagt fyrir róða. Páll hefur mikið til síns máls. Innleggið frá JR hér að framan er einnig gagnlegt, því að það sýnir svo vel þann málefnasnauða skæting, sem núverandi valdhafar og áhangendur þeirra bjóða oftast upp á.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:03

4 identicon

Biðst afsökunar á, að í fyrri athugasemd nefndi ég ekki Hilmar Jónsson, sem var ekki illa meint. En innleggið hans var ekki komið upp á skjáinn hjá mér. Hann er ekki síður en JR ágætur fulltrúi fyrir sama málflutning. Alltaf gagnlegt að hafa slíka heiðursmenn til að minna sig á, hvað ber að varast.

Sigurður (IP-tala skráð) 25.2.2011 kl. 00:46

5 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ágæt ábending hjá Páli, en einnig kom til greina að fækka fulltrúum verulega, til dæmis úr 25 niður í 12, einfalda kosningalögin og kjósa samhliða Icesave-kosningunum. Þannig hefði líka náðst miklu meiri þáttaka, kannski allt að 65%, og meiri sátt hefði verið um stjórnlagaþingið.

Það fyrirkomulag sem valið var gerir þetta þing að eilífu þrætuepli og ógildir fyrirfram allar niðurstöður þess.

Baldur Hermannsson, 25.2.2011 kl. 02:01

6 Smámynd: Pétur Harðarson

Gaman að sjá Hilmar Jóns saka aðra um að vera of bundnir stjórnmálaskoðunum í skrifum sínum. Hann sjálfur er nú ekki beinlínis laus við Masfylkingarblindu í sínum skrifum :)

Það hefði verið best að slúffa þessu stjórnlagaþingsrugli alveg þangað til að starfhæf ríkisstjórn væri í landinu. Allt þvaður um að Sjálfstæðismenn vilji ekki sjá breytingar á stjórnarskrá er býsna tilgangslaust þótt satt sé. Þessi ríkisstjórn hefur ekki beint sýnt núverandi stjórnarskrá virðingu og er ekki trúverðug í sínum "lýðræðisumbótum". Forsætisráðherra hefur sleppt því að mæta í eina almenna kosningu og klúðrað annarri svo heiftarlega að ekki eru dæmi um annað eins í hinum vestræna heimi. En hann er góður að spila falskt á flautuna sína og því miður eru enn nokkrar rottur sem fylgja lagleysunni. Sorglegt en satt.

Pétur Harðarson, 25.2.2011 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband