Stjórnlagaþingsfólkið og hitt fólkið

Drýldni er sammerkt einkenni þeirra sem fengu ógilda kosningu til stjórnlagaþings og hafa haft sig í frammi eftir niðurstöðu Hæstaréttar. Þeir telja sig hafna yfir niðurstöðu Hæstaréttar og eiga sérstakt tilkall til að semja nýja stjórnarskrá.  Einn þeirra er Vilhjálmur Þorsteinsson og hann skrifar í óopinbert málgang Samfylkingarinnar, Herðubreið

Það er eitthvað gott og fagurt – og hugrakkt – við það að þora að kjósa fulltrúa í almennu persónukjöri, fjölbreyttan hóp víðsvegar að úr samfélaginu, til að gera tillögu að nýrri stjórnarskrá. Það rímar við skilgreiningu á lýðræði, að valdið komi frá fólkinu og sé fyrir fólkið. Að fólk setji sér sjálft leikreglur samfélagsins sem það vill búa í.

Vilhjálmur, sem fékk ógilda kosningu í 35 prósent kjörsókn, telur sig og félaga sína vera meira fólk en almenning i landinu. Í samræmi við drambið telur Vilhjálmur að úrskurður Hæstaréttar eigi að eins við þegar það hentar hans málstað - og núna megi sniðganga dóminn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hjó eftir þessum hluta "fjölbreyttan hóp víðsvegar að úr samfélaginu". Á þetta fólk ekki flest það sammerkt að vera búsett í 101 eða eyða mestum sínum tíma þar og svo hitt að vera "þekkt nöfn". Ekki þykir mér það fjölbreyttur hópur né víðsvegar að úr samfélaginu.

Jón Árni Bragason (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 10:36

2 identicon

Þetta Stjórnlaga þings " eitthvað" ásamt ansi mörgu fl .her i öllu sukkinu   samsvarar sig vel til lysinga Guðna Th Jóhannessonar i morgunþættinum "Landið ris " i morgun .   Islendingur  = Eg um Mig frá Mer til Min  !   Ekkert venjuleg fólk , sem getur bara gert eins og þvi synist hvort sem það er i trássi við lög og reglur eða samfelag þjóða og siðmenningar yfirleitt !

ransy (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 11:55

3 identicon

Orðum þetta þannig að hafi ég einhverntíman verið efins um hvort menn á borð við Vilhjálm og Illuga ættu erindi á stjórnlagaþing, þá er ég ekki í vafa lengur.

Birgir (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 12:48

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það fer nú ekki mikið fyrir "fegurðinni" sem Þorsteinn nefnir, þegar einungis einn þriðji kjósenda nennir að kjósa, þegar atkvæðafjöldi bak við þá sem fengu náð, fer allt niður í rúmlega 300, þegar hæstiréttur hefur úrskurðað að ekki hafi verið löglega staðið að kosningunni og þegar skipa á þingfulltrúa með handvali meirihluta þingsins.

Um "hugrekkið" er annað að ræða, það er vissulega mikið hugrekki að halda þessu máli til streitu, eftir allt sem á undan hefur gengið. Það er hugrekki að ætla að réttlæta það að nota um eða yfir einn miljarð úr ríkiskassanum, sem fjármagnaður er með lánum, til að halda þessu áfram!

Um þá fullyrðingu Þorsteins að "valdið komi frá fólkinu, fyrir fólkið", er rétt að benda á að svo virtist í skammarræðu forsætisráðherra á þingi að hún vissi innihald þeirra tillagna sem frá væntanlegu stjórnlagaþingi kæmi. Því spurning hvort þetta þing eigi bara að vera afgreiðsluvettvangur fyrir ríkisstjórnina!!

Gunnar Heiðarsson, 13.2.2011 kl. 13:53

5 identicon

Maður getur ekki annað en vorkennt ríkisstjórninni að slysast á þetta vandræða mál -  Stjórnlagaþingið ...eitthvað ... 

Alveg eins og hún (Jóa) sé að leita sér að gæluverkefnum, enda búið  að vaska upp í eldhúsinu og þrífa klósettið eftir partí Jóns Ásgeirs og félaga!

Vilhjálmur Grímsson (IP-tala skráð) 13.2.2011 kl. 21:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband