Alþingi skjól elítunnar fyrir almenningi

Formaður Sjálfstæðisflokksins sagði á opnum fundi í Valhöll í gær að óþarft væri að fara með Icesave-málið til þjóðarinnar ef samstaða væri um það á alþingi. Samkvæmt síðustu mælingu í haust er ber innan við tíundi hver maður á Íslandi traust til alþingis.

Bjarni Benediktsson formaður lætur eins og þjóðarviljinn sé saman kominn á alþingi. Vantraust á alþingi er í sögulegum hæðum vegna þess Bjarni og félagar hans þar eru úr takti við þjóðina og vilja hennar í stórum málum.

Flótti stjórnmálamanna frá almenningi eykur vantraustið í samfélaginu. Formaður Sjálfstæðisflokksins hagar málflutningi sínum þannig að samsæriskenningar um fjórflokkinn sem vélar um mál án þess að hirða um almannahagsmuni fá byr undir báða vængi.


mbl.is Þjóðin eigi síðasta orðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eg get alveg vidurkennt ad tad hafa verid uppi vissar efasemdir um Bjarna.

En ad tær myndu rætast svona lika hressilega...

jonasgeir (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:26

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Einn maður getur verndað þjóðina, gegn Alþingi, Forsetinn!

Aðalsteinn Agnarsson, 6.2.2011 kl. 13:33

3 identicon

Nú þarf tvennt að koma til .1) Forseti lýðveldisins metur það þannig að mótsögn sé milli þjóðarvilja og vilja þjóðarinnar. 2) Tugir þúsunda skrifa undir lista og krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu. Við slíkar aðstæður yrði þjóðaratkvæðagreiðsla. Hugsanlegt er að Alþingi sjálft samþykki að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þessarri stundu er það alveg óljóst. flóknir milliríkjasamningar og fjárskuldbindingar þykja víðast hvar ekki hæf til slíkraratkvæðagreiðslu. Um það mál deila. Einn vandi við þessa fjárskuldbindingu er að endanleg upphæð til greiðslu er óljós. Ein spurning í lokin; hversu mikið er traustið sem þjóðin ber til blaðamanna?(Guðlaugur Þór telur að 90% blaðamanna í Noregi séu vinstrisinnar og hann grunar að ástandið sé svipað hérna. Tryggvi Þór telur fréttastofu vera vinstrisinnaða og honum hefur aðeins verið boðið 3 á allri ævinni í Silfur Egils!)

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:42

4 identicon

Átti að vera,,, Tryggvi Þór telur fréttastofu RUV vera vinstrisinnaða,,,

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 6.2.2011 kl. 13:44

5 Smámynd: Elle_

Kemur ekki á óvart að Bjarni Ben telji óþarft að fara með málið til þjóðarinnar ef samstaða væri um það á alþingi.  Foringjaræðið í algleymingi hjá manninum og hefur alltaf verið. 

Hann misskilur hvað honum var ætlað að gera þarna.  Hann hagar sér eins og alþingi og pólitískir flokkar séu fullveldishafarnir.

Verður ekki að fara að prófa menn fyrst í stjórnarskránni áður en þeir fá sæti á alþingi ALÞÝÐU landsins?  Ætti ekki að vera krafa að þeir skilji allir sem einn að fullveldið er hjá ALÝÐU, ekki alþingi, ekki stjórnmálaflokkum??   

Elle_, 6.2.2011 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband