Pólitík lausungar er liðinn

Stuðningur við formann Sjálfstæðisflokksins í afstöðu hans til Icesave-mála kemur helst frá fámennum hópi aðildarsinna í flokknum. Þetta er sami hópurinn og fékk því framgengt að Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin mynduðu hrunstjórnina. Lausung undir formerkjum frjálslyndis og er aðall þessa hóps. 

Eftir hrun er lítil eftirspurn eftir pólitískri lausung. Eftirhrunsstjórnmál spyrja tveggja spurninga, a) hvað gerðir þú í útrásinni? og b) hvaða lærdóma dregur þú af hruninu? 

Þeir sem geta ekki kinnroðalaust svarað fyrr spurningunni eiga ekkert erindi í stjórnmál og ef svarið við seinni spurningunni ber minnsta vott um ævintýramennsku fellur viðkomandi á prófinu.

Meginreglur og grundvallargildi munu ráða í stjórnmálum næstu ára og moðsuðuliðið verður jaðarhópur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var bara vel að orði komist.

Bjarni Ben. virðist hafa afhjúpað sig í þessu máli.  

Hvers vegna í ósköpunum gengur forysta sjálfstæðisflokksins þessa leið? 

jonasgeir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 12:38

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hljómar vel en er meira í ætt við óskhyggju eða búum við nú við festu og framtíðarsýn?

Ragnhildur Kolka, 4.2.2011 kl. 20:02

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Nei, Ragnhildur, við búum hvorki við festu né framtíðarsýn. Og þurfum ábyggilega bjartsýni til að trúa því að okkur muni hlotnast slíkt í nánustu framtíð.

Páll Vilhjálmsson, 4.2.2011 kl. 20:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband