Samfylkingin á niðurleið

Ásamt Hreyfingunni er Samfylkingin stjórnmálaflokkur á niðurleið og tapar tveim prósentustigum frá síðustu könnun Gallup. Jafnvel Vinstrihreyfingin grænt framboð sem logar í innanflokksdeilum gerir sig hlutfallslega betur en Samfylkingin, bæði milli mánaða og í samanburði við fylgið við síðustu kosningar.

Annað sem aðgreinir stjórnarflokkana er að foringjakreppa er í Samfylkingunni þar sem enginn arftaki Jóhönnu Sig. er sjáanlegur á meðan Vg er með þrjá frambærilega arftaka Steingríms J.

Samfylkingin fékk rúm 29 prósent atkvæða við síðustu þingkosningar og þóttist geta lagt línur fyrir íslenska þjóð í stórum málum eins og aðildarumsókn um Evrópusambandið og stjórnlagaþing. Samfylkingin er flokkur með fimmtungsfylgi hjá þjóðinni og ætti að hafa áhrif samkvæmt því.


mbl.is Litlar breytingar á fylgi flokka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Og stjórnin að falla ? Ertu ekki að gleyma því Páll ?

hilmar jónsson, 1.2.2011 kl. 21:00

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þetta er nú varla til marks um að ríkisstjórnin sé komin í þrot. Hér hafa hetjur löngum riðið um, gnagað skjaldarrendur og lifað flott á því að reka fyrirtæki með neikvæðu eigin fé. Með sama áframhaldi verður Alþýðuflokkurinn kominn með "neikvætt eigið fylgi" og mun forsætisráðherra þá bera höfuðið hátt sem aldrei fyrr og aðstoðarmaðurinn hennar dásama dýrð hennar með endalausum lofrollum :-)  

Flosi Kristjánsson, 1.2.2011 kl. 21:35

3 identicon

Hilmar, ríkisstjórnin er þegar fallin. Það slitnaði uppúr stjórnarsamstarfi í næstsíðustu bloggfærslu Páls.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 21:53

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

        Hún situr sem fulla (starfsstjórn)´,Össur fer að verða atkvæða meiri,því  Jóhanna bræddi úr sér.

Helga Kristjánsdóttir, 1.2.2011 kl. 22:24

5 identicon

Er Páll Vilhjálmsson ekki glaður að vinir hans í eigendafélagi bænda og kvótaklíkan í LÍÚ , sem hann þyggur laun hjá, skuli standa svona vel ?

JR (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 22:41

6 identicon

Það er ljóst að Hilmar gerir Pál ábyrgan fyrir hörmungum ríkisstjórnarinnar og stjórnarflokkanna.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:08

7 identicon

Þessi stjórn ætti fyrir löngu að hafa sagt af sér.

En svo mikill mannsbragur er víst ekki á því heimili.

Hún hangir á völdunum.  Ausar fé í tilgangslausu bankana sem eftir voru eftir hrunið og hækkar skatta upp úr öllu valdi á venjulegum vinnandi þegnum sem ekki misstu vinnuna.  ..Og árangurinn.  Best að tala sem minnst um það en hann svona álíka eins og af stjórnlagaþingskosningunum...

jonasgeir (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:26

8 identicon

 VG bæta við sig vegna óróleu deildarinnar sem er eðlilegt  þar sem Lilja Móses er það sem margir horfa til !.Ekki bætir það skap Forsætisráðherra eða Ólinu   sem fer i formannsslag ef byðst ?   Köld eru kvennaráð "nú verður tekist á. Og geti karlmenn verið herskáir þá eru konur verri ,serstaklega öðrum konum  ,svo nú verður spennandi að sja kellurnar eins og reiða "KETTI " þangað til stjórnin "FELLUR "

ransý (IP-tala skráð) 1.2.2011 kl. 23:31

9 identicon

Birgitta er orðin stórstjarna á erlendri grund og það er erlenda heimspressan meðal annars sem mun lyfta henni enn hærra á stjörnuhimininn og SJÁ TIL ÞESS að Hreyfingin MUN vinna hvað sem litlir kallar hafa um það að segja...

V (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:26

10 identicon

Nema auðvitað Birgitta stofni nýjan flokk.....sem er ekki síður líklegt. Hún sigrar bara ef hún þorir. Engin spurning. Hún er á réttri leið og á voldugri vini en menn halda. Sérstaklega á bak við tjöldin.

V (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:27

11 identicon

http://www.democracynow.org/ Forsíðuviðtal við Birgittu var á New York Times og nokkur hundruð fjölmiðlar þar að auki hafa birt við hana löng einkaviðtöl eða tekið við hana blaðaviðtöl, þar á meðal helstu fjölmiðlar Asíu, Arabaheimsins, Bandaríkjanna, Rússlands, og jafnvel Afríku...Hún tekur um 20 viðtöl á dag. Henni er lýst sem "hetju" og "karismatískri" og svo framvegis...Það eru til aðdáendaklúbbar um hana úti í heimi. Þetta er ein Coolaðasta kona heims um þessar mundir.

Redding (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 02:33

12 identicon

Ríkisstjórnin er ónýt.

Þingið er ónýtt.

Þetta sjá allir nema þeir sem eru algjörlega blindaðir af flokkshollustu og foringjadýrkun.

Þessari sömu hugsun og lagði þjóðfélagið í rúst.

Karl (IP-tala skráð) 2.2.2011 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband