Rökin fyrir stjórnlagaþingi

Stjórnarskránni verður aðeins breytt á alþingi sem þarf tvisvar að samþykkja breytingarnar með almennum kosningum á milli. Frá lýðveldisstofnun hefur stjórnarskránni verið breytt sjö sinnum sem sýnir að ekki er tiltökumál að breyta þegar um það næst samstaða. Stjórnarskrárnefndir hafa einatt undirbúið breytingar i á stjórnarskránni og þær náð fram að ganga á tveim þingum með kosningum á milli.

Rökin fyrir stjórnlagaþingi voru þau að alþingi væri ekki treystandi til þess að undirbúa breytingar á stjórnarskrá. ,,Þjóðin" ætti að koma með beinum hætti að stjórnlagaþingi með því að kjósa sérstaklega til þess. Þessi þjóð er vel að merkja sú sama og kýs sér alþingi á fjögurra ára fresti. 

Fólkið sem fékk framgang í kosningunum í nóvember til stjórnlagaþings er hvorki betra né verra en það fólk sem þjóðin sendir á alþingi. Engar vísbendingar eru um að stjórnlagaþingið hefði orðið úrræðabetra en alþingi. Umræður um stjórnarskrána í aðdraganda kosninganna voru ekki burðugar og snerust gjarnan um afstöðu til þjóðkirkjunnar og annað-hvort-eða sjónarmið til sjávarútvegsins.

Landsbyggðin fór illa út úr nóvemberkosningunum og fékk innan við tíu prósent fulltrúa. Kjördæmakosningin til alþingis endurspeglar til muna betur samsetningu þjóðarinnar en stjórnlagþingskosningarnar.

Stjórnlagaþingið var mistök sem á ekki að endurtaka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samspilling þarf að breyta ákvæði stjórnarskrárinnar um fullveldi. Stendur í vegi fyrir aðlögun að esb.

palli (IP-tala skráð) 30.1.2011 kl. 12:01

2 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessaður Páll,  þarf svo sem ekki að koma á óvart að ég er þér gjörsamlega ósammála.

Svo virðist; að þeir sem inn á Alþingi setjast verði andsetnir og ruglist í ríminu, umpólist jafnvel og séu sannfærð um að tilvera þeirra þar inni snúist um æviráðningu og framtíðarstarf.  Þannig fer öll þeirra orka í að úthugsa hvort þetta eða hitt málið muni hugsanlega skora prik á kjördegi.  

Þeir eru verri en þeir sem kjörnir voru sérstaklega til stjórnlagaþings að ákvarða um m.a. fækkun þeirra sjálfra!  Ímyndaðu þér þann þingmann fyrir utan einn eða tvo sem myndi vera samþykkur því, þó megi spara pening og fórnarklúðurskostnað, sem er óhjákvæmilegur í svona margmenni egóa.

Enda nægir að skoða afrakstur "stjórnarskrárnefndar" s.l. 66 ár til að skilja að engra breytinga til höfuðs þeim sjálfum er að vænta í bráð.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.1.2011 kl. 12:07

3 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sérhyggjan er ekki bundin við alþingismenn, Jenný Stefanía. Þorvaldur, sem átti að leiða ógilda stjórnlagaþingið, var þegar búinn að fara fram á framlengingu stjórnlagaþingsins. Og allir 25 sem voru kosnir ógildri kosningu vilja samt fá að sitja, skv. fréttum.

Ég sé ekki betur en að ógildir stjórnlagaþingsmenn séu sömu annmörkum háðir og gildir alþingismenn.

Páll Vilhjálmsson, 30.1.2011 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband