Samfylkingin með hlutlausa ESB-kynningu

Varaþingmaður Samfylkingarinnar, Baldur Þórhallsson, er í gegnum undirstofnun Háskóla Íslands og í félagi með öðrum trúnaðarmanni Samfylkingarinnar, Andrési Jónssyni, með tilboð í kynningu á Evrópusambandinu hér á landi. Andrés segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að kynningin á Evrópusambandinu verði hlutlaus, aðeins verði veittar ,,réttar" upplýsingar.

Samfylkingarmaðurinn í stól utanríkisráðherra hefur þegar gefið tóninn um hlutlausu kynninguna. Við erum ekki í aðlögunarferli, segir hann, þótt Evrópusambandið sjálft segi að eina leiðin inn í sambandið sé leið aðlögunar.

Rökrétt næsta skref sé að Samfylkingin sjái um stjórnmál á Íslandi, verði ríkisflokkurinn sem kenni okkur að hvítt sé svart.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er ljóst að þetta svokallaða útboð ESB á "kynningu" snýst ekki um fjárhæðir heldur fylgispekt.

Þeir aðilar sem ESB telur verða þeim þóknanlegast mun fá verkið, þar kemur HÍ sterkur inn!!

Gunnar Heiðarsson, 11.1.2011 kl. 08:38

2 identicon

Ha ha ha..  þetta fólk þekkir ekki merkingu orðsins "hlutleysi".  Ef hægt er að hafa áhrif á eitthvað er það gert.  Hvort sem það er í starfsráðningum, verkefnaútdeilingum, útboðum, upplýsingagjöf, áróðursfréttum í fjölmiðlum  o.s.frv.

Blekking ofan á blekkingu.  Þetta er sama lúðrasveitin þó hún sé klædd í ný föt.

Njáll (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 12:18

3 identicon

Þetta má lesa í Morgunblaðinu í dag.:

................................


Gunnar Rögnvaldsson birti aflátsbæn ungs sænsks stjórnmálamanns.:

"Þá munaði litlu, nú eru Svíar fegnir

Þá var ég ráðinn hjá Liberala ungdomsförbundet og sem heilsdags evrusinni. Samt minnist ég þess ekki að við ræddum stjórnmál nokkru sinni. Þess í stað þeystum við um landið og deildum út ókeypis baðboltum, kaskeitum, lyklahringjum og Guð veit hverju fleira með "Já við evru" boðskapnum á. Allar auglýsingatöflur í landinu voru þaktar með boðskapnum frá okkur. Við eyddum meiri fjármunum í evru-lógó-auglýsingar í tímaritum en nei-sinnar eyddu í alla baráttu sína.

Nei-sinnar höfðu á hinn bóginn dálítið annað; þeir höfðu rökin. Á meðan við píptum um evru sem friðarverkefni þá kynntu nei-sinnar alvöru og þekkta hagfræðinga fyrir þjóðinni og sem vöruðu við evrunni. Við romsuðum upp tilbúin og gegnum tuggin rök, en vantaði í flestum tilfellum þekkingu á málefninu. Þess utan réðum við yfir ótakmörkuðu fjármagni. Við réðum til og með fólk til starfa til að spjalla í netheimum á meðan ólaunaðir nei-sinnar festu með teiknibólum upp A4 blöð á tilkynningatöflur bæjarfélaga. Þar sem peningarnir streymdu inn fossaði gáfnafarið út. Á þessum mánuðum komst Svíþjóð mjög nálægt pólitískri geðsýki.

Ég skammast mín fyrir þátttöku mína í þessari herferð og ég vona að þeir sem fjármögnuðu hana skammist sín líka.«

Gösta Torstensson


Skyldi þetta vera það sem Íslendinga bíður? Ekki ósennilegt. En því má ekki gleyma að allur hræðsluáróðurinn, og peningaausturinn dugði ekki til í Svíþjóð. Þar var sagt Nei. Og þar voru hagfræðingarnir betur að sér í fræðunum en þeir sem helst láta heyra í sér hér."

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.1.2011 kl. 15:10

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég segi nú bara eins og unglingarnir...  kanntu annan?

Sigríður Jósefsdóttir, 11.1.2011 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband