Krafa um trúnað reist á svikum

Ríkisstjórnin lifir frá degi til dags, máli til máls. Maraþonfundur þingflokks Vinstri grænna lauk með því að segja umræðunni ekki lokið. Á mannamáli heitir það að hluti þingflokksins er með fyrirvara við stuðning við ríkisstjórnina. Þremenningarnar sem sátu hjá við afgreiðslu fjárlaga eiga sér að minnsta kosti þrjá bandamenn í þingliðnu og þar með er þriðjungurinn með fyrirvara við stjórnina.

Tillaga um stuðningsyfirlýsingu við ríkisstjórnina var dregin tilbaka á fundinum. Krafan um trúnað við ríkisstjórnina var sett fram af þeim sem gengið hafa hvað lengst í svikum við stefnuskrá og kjósendur Vinstri grænna.

Steingrímur J. formaður sagðist ætla að funda með flokksfélögum sínum vítt og breitt um landið. Þeir sem eru eftir munu segja honum að virða samþykktir flokksins og yfirlýsta stefnuskrá.

 


mbl.is Umræðunni ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband