ESB-framhjáhald Vinstri grænna

Fréttablaðið segir frá því í gamlársdagsútgáfu að fundin sé lausn á því að veita til Íslands hundruðum milljóna króna frá Evrópusambandinu i ,,upplýsingastarf" og aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Svonefndir IPA-styrkir eru veittir til umsóknarríkja Evrópusambandsins, annars vegar til aðlögunar á laga og regluverki viðkomandi lands og hins vegar til ,,upplýsingamiðlunar," þ.e. til að tryggja framgang málsins meðal almennings.

Ráðherrar Vinstri grænna höfðu þvertekið fyrir að ætla að sækja um IPA-styrki en nú hefur verið hönnuð leið framhjá ráðuneytum til að sækja peningana inn í landið, samkvæmt frétt Fréttablaðsins.

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráherra og varaformaður Vinstri grænna er heimild Fréttablaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Háfamál: Margur verður af aurum api.

Guðmundur Ingi Kristinsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 01:25

2 identicon

Hvað varð af hinum fullkomna blaðamanni? Þeim sem aldrei sætti sig við utanaðkomandi áhrif? Getur maður verið "blaðamaður" og áróðursmaður í senn?

Jon Danielsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 02:10

3 identicon

Ég tek undir spurningu Jóns Daníelssonar:

Páll titlar sig:  "Höfundur er blaðamaður. Ekki-Baugsmiðill." Um daginn sá ég að hann væri líka framkvæmdastjóri Heimssýnar. Hvernig fer þetta allt saman? 

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:22

4 identicon

Samfylkingarfólk er duglegt í þessu.

Reyna að ráðast á boðberan en ekki ræða málefnið.

Frekar lélegt.  En skiptir svo sem engu.  Þetta er tómlegt tunnuhljóð.

jonasgeir (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:29

5 identicon

JónasGeir, hér er enginn boðberi. Páll er ekki að flytja boð fráeinhverjum öðrum. Páll er í hlutastarfi hjá Heimssýn sem framkvæmdastjóri. Maður í slíkur starfi er andstæðingur ESB-aðildar. Það skýrir þó ekki allt. Andstaða Páls við Samfylkinguna er þráhyggjukennd. Páll er ekki talsmaður neins eins flokks amk ekki í venjulegum skilningi. Hann hefur langa reynslu sem blaðamaður og var ma. ritstjóri Helgarpóstsins. Ég er sammála honum í ýmsum málum, t.d skólamálum. Páll bloggar mjög mikið og kannski þess vegna verður blogg hans nánast alltaf efnislítið og rýrt. Hann vitnar stundum í ensk íhaldsblöð. Honum tekst oft að finna fyrirsagnir sem vekja athygli. Kannski er hann að reyna að stæla Jónas kristjánsson. Við sjáum til á nýju ári.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 09:44

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Hér virðast menn frekar hafa áhuga á titli bloggarans en efni bloggsins. Það skiptir engu hvernig Páll titlar sig, hann gæti titlað sig Reykvíking, áhugamann um hundarækt eða spillingu, en eftir sem áður mundu það vera efnisinnihald bloggfærslanna sem vekja viðbrögð. Samfylkingarfólk er þó þeirrar náttúru gætt að skilja ekki málefnalega umræðu og þess vegna hafa þeir meiri áhuga á titli bloggarans en efni þegar fjallað er um málefni sem tengjast hinni blindu hlið Samfylkingarinnar.

Þar sem ég hef afþakkað fríblöð hefði ég haft meiri áhuga á að vita í hverju þessi undanbragðaleið Vg er fólgin. Í því efni brást blaðamaðurinn dyggum lesendum sínum. Kannski upplýsir Páll okkur um það síðar.

Ragnhildur Kolka, 31.12.2010 kl. 10:28

7 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæl Ragnhildur, hugmyndin er, skv. Fréttablaðinu, að tvær nefndir sæki um styrkina, annars vegar ráðherranefnd og hins vegar samninganefnd Íslands.

Þegar ég skrifaði bloggið var ég með prentútgáfu blaðsins í höndunum og rafútgáfa blaðsins ekki komin á netið en er það núna.

Slóðina er

http://vefblod.visir.is/index.php?s=4692&p=105699

Páll Vilhjálmsson, 31.12.2010 kl. 10:38

8 identicon

Sæl Ragnhildur, starf Páls hefur enga merkingu nema það hafi pólitíska skírskotun. Þegar framkvæmdastjóri Heimssýnar ræðst dag eftir dag og oft á dag á Samfylkinguna vegna stefnu hennar í Evrópumálum þá hefur það pólitíska merkingu. Vonandi skilur þú það. Það er einfaldlega rugl í þér að samfylkingarfólk skilji ekki efnislega umræðu. Slíkar setningar eru innihaldslausar, jafn innihaldslausar og 95% af bloggi Páls. Skrif Páls eru þráhyggukennd og fara eftir mjög einföldum reglum. Þær helstu eru: Jón Ásgeir er glæðamaður, Samfylkingin er spillt og þjóðhættuleg, evran er að hruni komin og hún er glötuð, krónan er góð og hún hefur bjargað Íslandi. Auðrónar eru slæmir en það er til gott ríkt og skuldlaust fólk. Telegraph er gott blað. Páll vitnar í nokkur önnur blöð en mistúlkar efnið og treystir því en enginn lesi bl0ðin sem hann vitnar í. Tilvitnanir eiga að vera ein setning, ekki meira. Páll vitnar reglulega í sjálfan sig máli sínu til stuðnings. Allt er slæmt við ESB. En Páli er ekki alls varnað; stundum er ég sammála honum, t.d. um fyrirbærið Hraðbraut

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 13:33

9 identicon

Vinstrigræn er aumasti flokkur Íslandssögunnar eftir pólitískum lúserum Samfylkingunni. Takið eftir Hrafni sturtuverði og öðrum mannvitsbrekkum hennar sem hafa ekkert annað erindi hingað inn en að fara í manninn.  Boltinn er eitthvað sem þeir hafa ekki hugmynd um hvað er, frekar enn annað sem frá þessu drasli fer.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 14:42

10 identicon

Tek undir með Ragnhildi og Guðmundi - Samfylkingin er safnhaugur íslenskra stjórnmála. Undirlægjuháttur VG er ótrúlegri en orð fá lýst.

Baldur (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 16:25

11 identicon

Hinir nafnlausu Guðmundur 2 og Baldur eru réttnefndir pólitískir varðhundar. Gallinn er hins vegar sá að þeir eru tannlausir og geta ekki bitið. Ekkert gelt heyrist. Þar sem orðið sturta kemur fyrir í öllum athugasemdum hjá Gumma tvö grundar mig að langt sé síðan hann hafi farið í bað og óþægindin sem því fylgja brjótast svona út. Það sem frá þeim félögum kemur er lítill en vaxandi safnhaugur. Athugið að ég reyni að svara í sama stíl og sömu mynt(þe. evru) og þeir félagar.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:03

12 identicon

Og sturtuvörðurinn nafnlausi og gáfaði fjölnikkungurinn Hrafn mætir að vanda  á drulludreifaranum fyrr hönd Baugsfylkingarinnar og eiganda hans Jóns Ásgeirs og fer í menn eins og flóarakka sæmir en treystir sér ekki í boltann frekar en fyrri daginn.  Enda er tilgangurinn ekki sá frekar en á öllum hinum aumu nikkunum, heldur á að reyna að eyðileggja umræðuna með meðfæddum leiðindunum sem fylgir flokkslíkinu sem hann þjónar.  Minnist þess þó að hann hafi póstað langlokur eftir einhverja aðra, sem að vísu tengdust ekki umræðuefninu vegna misskilnings.  Hann reyndi þó. 

En sá einhver kerlingarkvölina Jóhönnu gera á sig í Kryddsíldinni, þar sem jafnvel Steingrími J. var augljóslega nóg boðið að bullinu í henni?  Og meir að segja reyndu veslings stjórnarandstæðingarnir ekki að lemja á greyinu, svo ótrúlega vonlaus var skarið.  Það segir allt um gjörvuleika Baugsfylkingarinnar að flagga manneskjunni sem er gjörsamlega úti á túni.  Eina sem getur hugsanlega bjargað einhverju er að losa hana undan þjáningunum og gera Steingrím opinberlega að þeim forsætisráðherra sem hann er.  En vonlausari flokk og flokksmenn er ekki að finna, og kemur skýrt fram í fjölnikkunginum nafnlausa Hrafni sturtuverði sem eyðir deginum á launum hjá hinu opinbera að reyna vera gáfaður er góður fulltrúi safnhaugsins hans Jóns Ásgeirs og félaga.  20% er fylgið þess dagana.  Það er tignarlegt að vera á opinberum spena við ritstörfin mögnuðu fyrir Baugsfylkinguna .... ekki satt ...???   (O:

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 31.12.2010 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband