Spunaverk Samfylkingar og æra blaðamanns

Samfylkingin kom því á framfæri fyrir tveim dögum að forysta Framsóknarflokksins væri með tilboð um nýtt atvinnuvegaráðuneyti. Af hálfu Samfylkingarinnar þjónaði spuninn tvíþættum tilgangi. Annars vegar að setja þrýsting á hugsjónafólk í þingliði Vinstri grænna sem staðið hefur upp í hárinu á ríkisstjórninni og hins vegar að kanna hvaða áhrif ráðuneytisbeita hefði á Framsóknarflokkinn.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins benti á samfylkingartenginguna, bloggarann Gísla Baldvinsson og blaðamanninn Val Grettisson.

Valur ber sig illa undan orðum Sigmundar Davíðs og birtir yfirlýsingu um málið

Valur andmælir því að vera spunasveinn Samfylkingarinnar. Blaðamaðurinn á Baugsmiðlinum er spaugari og skrifar þetta: ,,Ég er engum háður nema lesendum Vísis."

Gísla þáttur Baldvinssonar er enn óupplýstur. Jóhanna Sig. kallað hann sögusmettu og Gísli þegir sem fastast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrirgefðu Pálll sá þetta ekki fyrr en nú. Ég sé hvergi að forsætisráðherrann kalli mig "sögusmettu". Hitt er ljóst að menn töluðust við á fleiri stöðum en Café Paris. Spurðu bara Atla Gíslason.

Hvernig er það, Páll. Ef ég væri félagi í BlÍ, væri ég blaðamaður en ekki sögusmetta. Mér þykir rétt að segja frá hugleiðingum manna. Þetta kom samt illa við SDG enda tók hann ekki þátt í umræðunni - nema hvað.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 20:36

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Sæll Gísli, Jóhanna segir það söguburð að Framsóknarflokknum hafi verið gert tilboð. Þú segir í bloggi þínu að þú hafir tvær heimildir fyrir tilboðinu. Ég trú þér en ekki Jóhönnu.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2010 kl. 20:46

3 identicon

Ég hugsa að margir séu hér frekar sama sinnis og þú Páll, að trúa heldur bloggi Gísla en orðum Jóhönnu.

 Það segir nú töluvert mikið um glæsileika þessarar ríkisstjórnar okkar.

jonasgeir (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 21:26

4 identicon

og þú kallar þig blaðamann páll. hefur kosið að ýta undir skítlegt eðli steingríms snævars og vænisýki sigmundar davíðs á kostnað heiðarlegs blaðamanns. heiðarlegur blaðamaður er starfsheiti sem þú hefur fyrir löngu glatað páll. þú ættir að gera okkur hinum þann greiða að hætta að titla þig sem slíkann.

fridrik indridason (IP-tala skráð) 30.12.2010 kl. 21:27

5 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Friðrik, þeir sem eru á kaupi hjá Jóni Ásgeiri og slekti eru baugsblaðamenn, punktur.

Páll Vilhjálmsson, 30.12.2010 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband