Fóstbræður í Samfylkingu og Framsókn

Í röðum Framsóknarflokksins var búist við því að Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Samfylkingar og fyrrum formannskandídat fylgdi með Guðmundi Steingrímssyni yfir í Framsóknarflokkinn. Þeir félagar eru fóstbræður í pólitík og Degi B. leiddist tilveran í Samfylkingunni. Guðmundur fór á endanum einn yfir en hefur frá upphafi tónað samfylkingarstef í Framsóknarflokknum.

Þegar ríkisstjórnin riðar til falls og áhugi þingmanna á kosningum er í sögulegu lágmarki (gildir bæði um stjórn og stjórnarandstöðu) skapast ýmsir möguleikar. 

Einn er að þremenningarnar í þingflokki Framsóknar sem eru aðildarsinnar, Siv Friðleifs og Birkir Jón auk Guðmundar, gangi í ríkisstjórnarliðið. 

Guðmundur yrði aldrei formaður í Framsóknarflokknum enda á hann hvort eð er enga möguleika á þeirri vegsemd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband