Samfylkingin er flokkur bakdyrafólks

Fréttir um að samfylkingarþingmenn þreifi á Framsóknarflokki um að koma inn í ríkisstjórnina staðfesta orðspor Samfylkingarinnar. Undirferli og lævísi einkennir eðli flokksins. Árni Páll viðskiptaráðherra reynir að berja lífi í dauða aðildarumsókn með því að níða skóinn af krónunni. Hann er ekki maður til að horfast í augu við þann veruleika að andstaðan við aðild að Evrópusambandinu vex í hlutfalli við haldbetri upplýsingar um hvað aðild hefur í för með sér.

Í stað þess að viðurkenna pólitísk afglöp eru eldar kveiktir annars staðar í samfélaginu til að draga athyglina frá mistökunum. Við síðustu kosningar gerði Samfylkingin útgerðina að blóraböggli. Til stóð að kippa fótunum undan rekstri sjávarútvegsins með vanhugsuðum breytingum á kvótakerfinu.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar getur valið á milli þess að kannast við pólitískan veruleika sagt af sér með reisn eða berjast um hæl og hnakka öskrandi og emjandi. Auðvitað velur hún seinni kostinn og í því ljósi er að skilja þreifingar þingmanna Samfylkingarinnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tekið af heimasíðu Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Vilhjálmur ánægjulegt að Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, vilji hafa forgöngu um að setja í gang umræðu um peningastefnuna. Augljóst hafi verið að framkvæmd hennar hafi ekki virkað þegar Seðlabanki Íslands hækkaði ítrekað vexti í aðdraganda hrunsins til að reyna að sporna við verðbólgu. Þá segir Vilhjálmur mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Gengi krónunnar geti þá byggt á raunveruleikanum en ekki því gerviumhverfi sem höftin skapi

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:13

2 identicon

Jógríma er að fella grímuna. Og með miklum jóreyk. Árni hefur enga kunnáttu til að gegna þessu embætti. Hann flúði í það eftir ófarir í fyrra ráðuneyti þar sem menntun hans hefði átt að nýtast, en gerði ekki.  Hann virðist ekkki vita um þann möguleika að tengja krónuna við fleiri myntir. Sú leið hefur gefist mjög vel í fleiri en einu landi sem glímt hafa við svipaðan vanda og íslendingar. Mikilsmetnir hagfræðingar hafa bent á þetta. Seðlabankastjóri virðist aðeins vera pólitísk hjásvæfa.

Hrúturinn (IP-tala skráð) 28.12.2010 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband