Lissabonsáttmálinn var brotinn

Evrópusambandið braut grunnlög sín, Lissabonsáttmálann, þegar Grikkjum var veitt neyðaraðstoð og jafnfaramt þegar viðlagasjóði vegna fjárhagserfiðleika evru-ríkjanna var komið á fót. Fjármálaráðherra Frakklands viðurkennir brotin en hingað til hafa bæði framkvæmdastjórnin og helstu ríki sambandsins, s.s. Frakkland og Þýskaland, haldið því fram að Lissabonsáttmálinn veiti heimild til þeirra ráðstafana sem grípa hefur þurft til að bjarga evru-svæðinu.

Frankfürter Allgemeine Zeitung vekur athygli á því að viðurkenning Christine Lagarde fjármálaráðherra Frakklands á brotum gegn sáttmálanum hafi ólíka þýðingu fyrir Frakka annars vegar og hins vegar Þjóðverja. Í Þýskalandi varðar málið stjórnarskrána og er stórpólitískt eftir því.

Á síðasta leiðtogafundi Evrópusambandsríkjanna var samþykkt viðbótarmálsgrein við Lissabonsáttmálann sem ætlað er að skjóta lagastoð undir viðlagasjóðinn sem verður varanlega til taks fyrir evru-þjóðir sem komast í hann krappan.

Þýsk stjórnvöld hafa gefið eftir kröfum annarra evru-ríkja um að veita þýsku fjármagni til að koma óreiðuríkjum til hjálpar. Andstaða við eftirgjöfina vex í Þýskalandi. Í flokki Frjálsra demókrata, sem er annar stjórnarflokkanna, hefur verið stofnað til hreyfingar gegn evru-stefnu stjórnvalda.

Viðurkenning fjármálaráðherra Frakklands á brotum gegn grunnlögum Evrópusambandsins mun herða andstöðuna við evruna í Þýskalandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Teim er skitsama um løg og reglur tessum meisturum.

Tad atti ad tryggja frjalsa fjarmalastarfssemi innan ESB ad banna "rikisabyrgd" a innistædum.

Hvada gildi hefur tad nu i Icesave?

Nu eru tau bara i tvi ad bjarga sjalfum ser tarna i Brussel. Snilldin er a kostnad almennings audvitad..

jonasgeir (IP-tala skráð) 25.12.2010 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband