Vinstri grænir klofna, sprengja eða engjast

Vinstrihreyfingin grænt framboð stendur frammi fyrir þrem kostum á útmánuðum. Í fyrsta lagi að flokkurinn klofni formlega og í öðru lagi að sprengja ríkisstjórnina og freista þess að halda flokknum saman með nýju verkefni sem væri kosningabarátta. Klofningur myndi hvort eð er fella ríkisstjórnina og því er seinni kosturinn freisting fyrir forystuna ef hún vill hafa ráðin í hendi sér.

Þriðji kosturinn er að engjast áfram í ríkisstjórn og láta eins og ekkert sé á meðan flokkseldar brenna.

Líklegast verður þriðji kosturinn fyrir valinu þar sem hann er útgjaldaminnstur til skamms tíma. Á hinn bóginn er ósennilegt að Össur Skarphéðinsson sitji á strák sínum og bíði rólegur þess sem verða vill hjá Vg. 

Pólitíkin verður venju fremur fjörug eftir áramót.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Páll, ég held að þú metir aðstæðurnar rangt. Er nokkur möguleiki á því að ríkisstjórn, sem er mynduð um það eitt að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar, sé líkleg til þess að liðast í sundur um mál, sem almenningi er allsendis óljóst hver eru? Hver var hinn augljósi málefnaágreiningur þremenninganna við þingflokk Vg og ríkisstjórnina? Þetta er bara vígstöðupólitik innan Vg og er þekkt úr stjórnmálasögunni sbr. þegar fimm þingmenn studdu ekki Nýsköpunarstjórnina á sínum tíma.

Ég spái því að stjórnin muni hanga á hinni einföldu röksemd (og innihaldslausu) að mikilvægast af öllu sé að halda Sjálfstæðisflokknum utan stjórnar sem lengst, og þau rök eru mjög góð söluvara í röðum Vg, hvað sem líður hugmyndum einhverra þeirra að gott væri að sitja með íhaldinu í stjórn. Sjálfstæðisflokkurinn er auðvitað búinn að gera sér grein fyrir því að Vg er óstjórntækur flokkur.

Nú bíður maður bara eftir klofningi á vinstrivæng stjórnmálanna og ástæðulaust er að ætla að hann verði fyrr en að loknu kjörtímabilinu eða rétt í lok þess.

Gústaf Níelsson, 21.12.2010 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband