Hraðspilling í skólastarfi

Í anda útrásarinnar skenktu forráðamenn einkaframhaldsskólans Hraðbrautar sér arð og lán sem tekið var úr vasa almennings. Ef aðrir skólar landsins myndu reka sig á líkan hátt og Hraðbraut færi ríkissjóður á kúpuna. Á meðan almennt samkomulag er um það í samfélaginu að skólar skulu á forræði ríkisins þarf að gæta sérstakrar varkárni við veitingu fjármuna til einkaskóla.

Forráðamenn Hraðbrautar brugðust trausti sem þeim var sýnt með því að fara óvarlega með opinbera fjármuni, svo vægt sé til orða tekið.

Engar forsendur eru fyrir því að endurnýja samninga um rekstur Hraðbrautar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott hjá þér Páll.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 12.12.2010 kl. 17:25

2 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Þú hefur farið á kostum í dag Páll. Góðir pistlar.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 12.12.2010 kl. 17:39

3 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Maður sem ég þekki náði tugum miljóna út úr ríkissjóði með einhverskonar virðisauka fléttu og greiddi sér hana í arð.

Hann var settur inn um leið og grunur beindist að honum.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.12.2010 kl. 18:03

4 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Tek færsluna að ofan til baka og biðst afsökunar.

Eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV er ágreiningur hvort málið snúist um 192 mil eða 120 mil. Í ljósi þess er alger ábyrgðarleysi og ónákvæmni að tala um ´tugi miljóna´

Kristján Sigurður Kristjánsson, 12.12.2010 kl. 18:18

5 identicon

"...almennt samkomulag er um það í samfélaginu að skólar skulu á forræði ríkisins..." Það samkomulag er að minnsta kosti ekki svo almennt, að ég skrifi upp á það. Og ég ætla ekki að dæma Ólaf Hauk Johnson fyrr en öll kurl eru komin til grafar. En reynist honum hafa verið mislagðar hendur, geta aðrir einkaskólar síðan notað sér þá vitneskju til að bæta sig og koma í veg fyrir hið sama. Hugmyndin um einkaskóla hefur ekki reynzt svo brotgjörn, að hún falli með mistökum hjá einhverjum einum skólamanni. Vinstri sinnaður ráðherra og ditto þingnefnd eru ekki óbrigðulir leiðbeinendur fyrir upplýsta skoðanamyndun. En lokaálit frá ríkisendurskoðanda + málsvörn, ef einhver er, verður víst að vera það í þessu máli.

Sigurður (IP-tala skráð) 14.12.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband