Jóhanna hótar enn og aftur

Stjórnunarstíll forsætisráðherra breytist ekki. Í ESB-málinu, Icesave og fjárlögum hótar Jóhanna Sig. öllu illu ef ekki verður farið að vilja hennar. Jóhanna grefur jafnt og þétt undan tiltrúnni sem hún hafði sem stjórnmálamaður og var ástæða þess að hún fékk forsætisráðherraembættið.

Lilja Mósesdóttir færir málefnaleg rök fyrir afstöðu sinni. Lilja var ekki kjörin á þing til að þóknast forsætisráðherra heldur til að þjóna almannahagsmunum.

Stjórnunarstíll Jóhönnu Sig. er í samræmi við megináherslur stjórnarráðsins. Ríkisstjórnin er önnum kafin við að treysta vald sitt en hefur takmarkaðan áhuga á velferð almennings.


mbl.is Hvetur Lilju til að samþykkja fjárlögin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Svo merkilegt sem það nú er, þá er Lilja eina manneskjan í hringleikahúsinu við Austurvöll sem framkvæmir sín atriði af fagmennsku.

Haraldur Rafn Ingvason, 10.12.2010 kl. 13:39

2 identicon

Akkúrat svona hefur Jóhanna Sigurðardóttir hagað sér frá fyrsta degi er hún settist í stól Forsætisráðherra.Einveldistaktar þessarar ESB-mafíuvinar er með eindæmum í sögu lýðveldisins.Eina sem kemst að hjá henni er það að troða þjóð sinni inní ESB-Mafíuveldið í Brussel,það hefir verið hennar eina takmark. Tek undir það að Lilja Mósesdóttir sýnir fagmennsku,og fer eftir sinni sannfæringu og mættu fleirri á hinu háa/lága Alþingi taka hana til fyrirmyndar.

Númi (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:46

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

"Þú villt ganga þinn veg, en skalt sko ganga minn veg annars þú mætir hnefanum á miðri leið.

Nornin horfi austur og allir farí klaustur þar sem allt mun mannað nema liggjá bæn!

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 14:12

4 Smámynd: Oddur Ólafsson

Hún er ekkert að hóta henni.  Hún var bara að benda henni vinsamlega á að hún væri í vitlausu liði og ætti að skipta öllum til gleði.

Ef þú Páll teldir þig t.d. vera stuðningsmann KR en klappaðir síðan alltaf fyrir Val og púaðir á þá svartröndóttu þá myndi fólk af tómri umhyggju fyrir þér væntanlega benda þér á að skipta um lið.

Oddur Ólafsson, 10.12.2010 kl. 15:10

5 Smámynd: Elle_

Vissulega er Jóhanna að hóta.  Og er það ekki líka hennar fasti stíll?  Jóhanna sagði: Lilja Mósesdóttir VERÐUR að gera upp við sig hvort hún ætli að vera í stjórnarliðinu eða ekki. 

Það er þetta VERÐUR - Hvað ætlar Jóhanna að gera við Lilju ef Lilja hlýðir ekki því sem hún VERÐUR að gera?  Það segir enginn öðrum hvað hann VERÐI að gera nema hann haldi sig hafa vald yfir honum. 

Elle_, 10.12.2010 kl. 17:41

6 identicon

Ögmundur sagði í kvöldfréttum útvarpsins að rétt skuli vera rétt að honum var hótað á fjölda fundum að stjórnin yrði sprengd ef hann legði ekki af andstöðu sinni við Icesave, sem varð til þess að hann var hrakinn úr ráðherrastóli.  Þessu mótmæltu Steingrímur og Jóhanna á sínum tíma, og sem fyrr er lygin ekki stórt vandamál fyrir þessi smámenni að bera á borð fyrir þjóðina.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 18:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband