Ofbeldisrök, lögleysa og deig ríkisstjórn

Ríkisábyrgð var ekki á Tryggingasjóði innistæðueigenda og afturvirk lög sem veita slíka ábyrgð eru lögleysa. Ríkisstjórnin vill ólm veðsetja framtíðarkynslóðir Íslendinga enda gafst hún upp á fyrsta degi fyrir ofbeldisrökum Hollendinga og Breta um að við skyldum endurgreiða þeim ríkisábyrgð sem veitt var í taugaveiklun vegna ótta um bankahrun.

Ónýt löggjöf Evrópusambandsins um Tryggingasjóð innistæðueigenda er ekki og getur ekki verið vandamál Íslendinga. Hótanir Breta og Hollendinga um að bregða fæti fyrir hagsmuni Íslands á alþjóðlegum vettvangi eiga ekki að ráða förinni.

Hlálegastar eru hótanir gömlu nýlenduríkjanna um að koma í veg fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið ef við borgum ekki. Aulaháttur ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. er að kippa ekki strax tilbaka umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Ísland þarf ríkisstjórn sem stendur í lappirnar. 


mbl.is Mikil áhætta ríkissjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Innistæðutrygging neyðarlaganna (sam aftur hafa haldið lífi í landinu) eru það sem gerir okkur mögulega ábyrg. Ekki spurningin um ríkisábyrgð innistæðusjóðsins sem er tekip á í ESB/EB 92R

Óskar Guðmundsson, 10.12.2010 kl. 08:34

2 identicon

Til að geta starfrækt banka þarf leyfi Ríkis og/eða Seðlabanka.  Þeir sem veita leyfið, eru einnig abýrgir fyrir því að fylgjast með rekstri þeirra sem fá leyfið.

Ábyrgð er óumflýjanleg ... öll lög og höft sem ríkið setur á, gerir ríkið einnig ábyrgt.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 08:54

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Menn þegar farnir að tala með rassgatinu sé ég. Bjarne, hvaðan hefur þú lögspeki þína? Úr samræðum í vinnuskúrnum?

Samkvæmt þinni heimatilbúnu hundalógík, þá ber ríkið ábyrgð á öllum fyrirtækjum í landinu.  Það ber ábyrgð á mistökum og brotum lögfræðinga, lækna og ökumanna.  Allt byggir þetta á opinberum leyfum. Allt er þetta háð eftirliti.  Eigum við ekki bara að taka ábyrgð á öllum pakkanum?

Er þá ekki líka rétt að álykta að öll lög og leyfi sem ríkið setur ekki á séu ábyrgðarhluti þess?  

Bankarnir voru samkvæmt öllu innan lagalegra marka, en þar innandyra voru menn að kokka bókhald og svindla. Það er á þeirra ábyrgð. Það hefði þurft mánaðalega rassíu FME í öll fjármálafyrirtæki landsins til að halda í horfinu. 

Verður þú bara ekki að koma þér á þing með alla þessa speki, svo þú getir sagt mönnum til? 

Jón Steinar Ragnarsson, 10.12.2010 kl. 12:10

4 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna lausn við hinu svokallaða "gyðingavandamáli", nú er víst byrjað að tala um "Íslendingavandamálið" með sömu rökum...en viljum við virkilega láta kúga okkur af ný-fasistum og neo-colonialistum???!!!!!!

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Varist svikara! (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband